Viðskipti innlent

Fasteignafélagið Reginn hagnaðist um 1,1 milljarð

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Stærstu eignir Regins eru Smáralindin og Egilshöll.
Stærstu eignir Regins eru Smáralindin og Egilshöll.
Fasteignafélagið Reginn hagnaðist um 1,1 milljarð á þriðja ársfjórðungi. Mbl greinir frá þessu en þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Rekstrartekjur félagsins voru 2,97 milljarðar á sama tíma en eiginfjárhlutfall félagsins er 32% og heildareignir metnar á 36,9 milljarða.

Vaxtaberandi skuldir félagsins í lok tímabilsins hafa hækkað um rúma fjóra milljarða frá árslokum 2012 og eru 23,57 milljarðar.

Stærstu eignir Regins eru Smáralindin og Egilshöll.

Heildarfermetrafjöldi fasteignasafns Regins var 192 þúsund fermetrar og þar af 172 útleigjanlegir fermetrar.

Útleiguhlutfall safnsins var 98% miðað við þær tekjur sem 100% útleiga gæfi.

Reginn tilkynnti þann 17. nóvember um samkomulag um kaup félagsins á Klasa fasteignum ehf. og gangi þau kaup eftir verður fjöldi fasteigna í eigu félagsins 54 og heildarfermetrafjöldi um 220 þúsund fermetrar eins og segir í tilkynningunni.

Stjórnendur telja að horfur í rekstri séu góðar og endar vísbendingar um annað en að áætlanir félagsins standist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×