60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir 8. maí 2015 13:02 365 og Oddi handsöluðu stóran prentsamning á dögunum. Frá vinstri til hægri eru Björn Svanur Víðisson viðskiptastjóri hjá Odda, Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365, Álfrún Pálsdóttir ritstjóri Glamour og Rúnar Höskuldsson deildarstjóri hjá Odda. Vísir/Valli 365 hefur samið við Odda um prentun á tímaritinu Glamour, sem kemur út mánaðarlega. Tímaritið er eitt af vinsælustu lífstílstímaritum fyrir konur í heiminum og þetta er 17. erlenda útgáfa þess. 365 gefur tímaritið út í samstarfi við Condé Nast, sem er til dæmis með Vogue, Vanity Fair og GQ á sínum snærum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Glamour. „Við erum þrælmontin af þessu verkefni og umfangið er allnokkuð. Glamour er mánaðarlega prentað á pappírsrúllur, sem eru samtals um 60 kílómetra langar, yfir 1 metra breiðar og vega 3,6 tonn," segir Rúnar Höskuldsson, deildarstjóri hjá Odda. „Condé Nast bætist nú í fallega flóru 3.500 viðskiptavina Odda, sem í prentverki spannar allt frá Forlaginu, KSÍ og Vodafone til Facebook, Nike og Smithsonian. Condé Nast gerir strangar kröfur um gæði og umhverfisvæn vinnubrögð. Prentsmiðja okkar er umhverfisvottuð og pappírinn þar kemur úr nytjaskógum í Finnlandi og Svíþjóð. Þar er lögbundið nýtingarhlutfall skóga svo hátt, að fyrir hvert tré sem nýtt er til pappírs- eða timburframleiðslu, þá eru gróðursett 4-5 ný tré,“ bætir Rúnar við. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, segist ánægður með útkomuna, fyrstu tvö blöðin hafi svo sannarlega farið fram úr hans björtustu vonum. Efnið sé spennandi, glæsilega upp sett greinilegt að vandað sé til verka. „Það er áberandi hvað áferðin er góð, pappírinn flottur og prentunin vönduð. Conde Nast fylgjast með hverju skrefi sem við tökum og þeir eru ánægðir með afraksturinn. Við vonum að lesendur séu það líka,“ segir Sævar Freyr. Annað tölublað íslenska Glamour er nú komið í verslanir og fjallar meðal annars um strauma og stefnur í fatnaði, fylgihlutum, fegurð, heimilum, hönnun, mat, heilsu, samböndum, kynlífi og ferðalögum. Forsíðuna prýðir fyrirsætan Heather Marks í glæsilegum tískuþætti eftir ljósmyndarann Silju Magg. Heather hefur verið á forsíðum blaða á borð við Elle, Marie Claire og Harpers Bazaar, ásamt því að starfa fyrir Chanel, Proenza Schouler og Marc Jacobs. Tengdar fréttir Umfjöllun Glamour um Alda Women vekur athygli um allan heim Huffington Post, Us Magazine og Pop Sugar fjalla um Alda Women. 9. maí 2015 09:30 Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Alda women hrista upp í tískuheiminum 8. maí 2015 15:30 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
365 hefur samið við Odda um prentun á tímaritinu Glamour, sem kemur út mánaðarlega. Tímaritið er eitt af vinsælustu lífstílstímaritum fyrir konur í heiminum og þetta er 17. erlenda útgáfa þess. 365 gefur tímaritið út í samstarfi við Condé Nast, sem er til dæmis með Vogue, Vanity Fair og GQ á sínum snærum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Glamour. „Við erum þrælmontin af þessu verkefni og umfangið er allnokkuð. Glamour er mánaðarlega prentað á pappírsrúllur, sem eru samtals um 60 kílómetra langar, yfir 1 metra breiðar og vega 3,6 tonn," segir Rúnar Höskuldsson, deildarstjóri hjá Odda. „Condé Nast bætist nú í fallega flóru 3.500 viðskiptavina Odda, sem í prentverki spannar allt frá Forlaginu, KSÍ og Vodafone til Facebook, Nike og Smithsonian. Condé Nast gerir strangar kröfur um gæði og umhverfisvæn vinnubrögð. Prentsmiðja okkar er umhverfisvottuð og pappírinn þar kemur úr nytjaskógum í Finnlandi og Svíþjóð. Þar er lögbundið nýtingarhlutfall skóga svo hátt, að fyrir hvert tré sem nýtt er til pappírs- eða timburframleiðslu, þá eru gróðursett 4-5 ný tré,“ bætir Rúnar við. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, segist ánægður með útkomuna, fyrstu tvö blöðin hafi svo sannarlega farið fram úr hans björtustu vonum. Efnið sé spennandi, glæsilega upp sett greinilegt að vandað sé til verka. „Það er áberandi hvað áferðin er góð, pappírinn flottur og prentunin vönduð. Conde Nast fylgjast með hverju skrefi sem við tökum og þeir eru ánægðir með afraksturinn. Við vonum að lesendur séu það líka,“ segir Sævar Freyr. Annað tölublað íslenska Glamour er nú komið í verslanir og fjallar meðal annars um strauma og stefnur í fatnaði, fylgihlutum, fegurð, heimilum, hönnun, mat, heilsu, samböndum, kynlífi og ferðalögum. Forsíðuna prýðir fyrirsætan Heather Marks í glæsilegum tískuþætti eftir ljósmyndarann Silju Magg. Heather hefur verið á forsíðum blaða á borð við Elle, Marie Claire og Harpers Bazaar, ásamt því að starfa fyrir Chanel, Proenza Schouler og Marc Jacobs.
Tengdar fréttir Umfjöllun Glamour um Alda Women vekur athygli um allan heim Huffington Post, Us Magazine og Pop Sugar fjalla um Alda Women. 9. maí 2015 09:30 Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Alda women hrista upp í tískuheiminum 8. maí 2015 15:30 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Umfjöllun Glamour um Alda Women vekur athygli um allan heim Huffington Post, Us Magazine og Pop Sugar fjalla um Alda Women. 9. maí 2015 09:30