Handbolti

Guðjón Valur kemur til greina sem besti hornamaður heims

Stefán Árni Pálsson skrifar
nordicphotos/getty
Guðjón Valur Sigurðsson er tilnefndur sem besti vinstri handar hornamaður í heiminum ásamt tveimur öðrum leikmönnum en það er vefsíðan handball-planet.com sem sér um valið.

Guðjón Valur leikur með þýska liðinu Kiel og varð Þýskalandsmeistari og bikarmeistari á síðasta tímabili.

Ellefu manna dómnefnd sérfræðinga velur þrjá leikmenn í hverri stöðu og síðan getur almenningur kosið sinn uppáhalds leikmann í hverri stöðu.

Anders Eggert Jensen og Uwe Gensheimer eru einnig tilnefndir sem bestu vinstri hornamenn.

Hér má kjósa bestu handknattleiksmenn heimsins.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir þá leikmenn sem tilnefndir eru:

Vinstri hornamenn: Guðjón Valur Sigurðsson, Anders Eggert Jensen, Uwe Gensheimer.

Vinstrihandar skyttur: Mikkel Hansen, Filip Jicha, Siarhei Rutenka

Leikstjórnandi: Nikola Karabatic, Domagoj Duvnjak, Uros Zorman

Hægri handar skyttur: Laszlo Nagy, Kiril Lazarov, Jorge Maqueda

Hægri hornamenn: Victor Tomas, Ivan Cupic, Hans Lindberg

Línumenn:  Julen Aguinagalde, Igor Vori, Jesper Nöddesbo

Markmenn: Arpad Sterbik, Niklas Landin, Johannes Bitter




Fleiri fréttir

Sjá meira


×