Handbolti

Markvörður Kiel vann 69 milljónir króna

Johan Sjöstrand.
Johan Sjöstrand.
Sænski landsliðsmarkvörðurinn hjá Kiel, Johan Sjöstrand, datt heldur betur í lukkupottinn í síðustu viku.

Er hann var að spila í sigurleiknum gegn Rhein-Neckar Löwen bættist heldur betur á bankareikninginn hans. Nánar tiltekið rúmar 69 milljónir króna.

Hann veðjaði þá rétt á átta hesta á veðreiðum. Það skilaði honum þessa stóra vinningi. Hann hefur ekki viljað tjá sig um málið í fjölmiðlum.

Þjálfarinn hans, Alfreð Gíslason, var aftur á móti spurður út í málið.

"Mér kemur ekkert við hvað hann gerir utan vallar. Eina sem ég fer fram á er að hann verji 50 prósent skota sem koma á markið. Mér er alveg sama um allt annað," sagði Alfreð ákveðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×