Lífið

Eik Haraldsdóttir er Jólastjarnan 2013

Eik Haraldsdóttir var valin Jólastjarna Björgvins árið 2013. Valið var tilkynnt í Íslandi í dag nú í kvöld. Hún átti ekki von á sigri þegar Gunnar Helgason tilkynnti henni um sigurinn á Akureyri í gær eins og sást í þættinum.

Eik var valin úr hópi mörg hundruð umsækjenda sem sendu inn lag hingað á Vísi nú í október. 

Dómnefnd valdi tíu bestu söngvarana til að mæta í prufur sem voru sýndar í Íslandi í dag síðastliðið föstudagskvöld. Þar var Eik meðal keppenda. Hún söng Majonesjól með Bogomil Font og Ben með Michael Jackson og heillaði dómnefndina upp úr skónum.

Hægt er að horfa á flutning Eikar í spilaranum hér fyrir ofan. Á Vísi Sjónvarp má síðan sjá fyrri Jólastjörnuþáttinn, auk flutning allra tíu keppendanna í flokknum Jólastjarnan undir Íslandi í dag. Jólastjörnumyndböndin hafa notið mikilla vinsælda síðan þau voru sett í loftið hér á Vísi um síðustu helgi og hefur verið horft á þau um hundrað þúsund sinnum.

Eik kemur fram með Jólagestum Björgvins í Höllinni þann 14. desember. Hinir níu söngvararnir sem komust í úrslitahópinn munu einnig koma fram á tónleikunum.

Í dómnefnd Jólastjörnunnar voru Björgvin Halldórsson söngvari, Hulda Björk Garðarsdóttir söngkona, Gunnar Helgason leikstjóri og Eyþór Ingi Gunnlaugsson söngvari. Undirleikari söngvara var Pálmi Sigurhjartarson.


Tengdar fréttir

Tíu stúlkur í úrslitum

Tíu keppendur kepptu í kvöld í Jólastjörnunni 2013. Alls skráðu tæplega 500 krakkar sig til leiks á Vísi, og nú standa einungis 10 eftir.

Tíu Jólastjörnur í úrslit

Tíu ungmenni sem komin eru í úrslit Jólastjörnunnar 2013 hittu dómnefndina í gær í úrslitaprufum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.