Innlent

73 ofbeldisbrot miðað við 50 brot á sama tíma í fyrra

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Sviðsett mynd.
Sviðsett mynd. mynd/Stefán Karlsson
Ofbeldisbrotum hefur fjölgað í október miðað við sama tíma í fyrra. 73 ofbeldisbrot voru skráð á höfuðborgarsvæðinu í október í ár en 50 brot voru skráð í október í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um afbrotatölfræði Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.

Ofbeldisbrotum hefur þó fækkað um 5 prósent tímabilið janúar til október á þessu ári er borið saman við sama tíma á árunum 2010 til 2012.

Í skýrslunni er teknar saman upplýsingar um þau tilteknu brot sem tilgreind eru í stefnu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og hafa verið tilkynnt til lögreglu.

Umferðarslysum fjölgaði um 12 prósent á milli ára og er þá miðað við tímabilið frá janúar til október í fyrra og sama tímabil á þessu ári. Á sama tíma fækkaði þjófnuðum og eignaspjöllum um sjö prósent  og innbrotum um 17 prósent.

Þegar  tölur ársins 2013 eru bornar saman við tölur fyrir sama tímabil 2010 til 2012 sést að þjófnuðum hefur fækkað um 21,5 prósent, innbrotum um 47 prósent og eignaspjöllum um 24 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×