Lífið

Fékk gulrót í augað

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjandi má sjá allsvakalegar myndir af Fjölni Geir Bragasyni húðflúrmeistara sem trúlofaðist ástinni sinni í sumar (sjá hér).  Við höfðum samband við kappann og spurðum hvað var eiginlega í gangi þegar myndirnar voru teknar því ekki er Fjölnir frýnilegur með gulrót í hægra auganu. 

„You talking to me?" skrifar Fjölnir með þessari mynd.
„Þessar myndir eru teknar við upptökur á kynningar-trailer fyrir sjónvarpsseríuna „Enter the Kitchen" sem er matreiðsluþáttur. Þar fer færeyski Ninjan - já það er til færeyskur Ninja kappi - Brandur Patersen á fáheyrða staði eins og Færeyjar, Ísland og Grænland og eldar alls kyns frumlega rétti við skrýtnar aðstæður," útskýrir Fjölnir. 

„Support your local carrot," var textinn sem fylgdi þessari mynd.
„Ello Ello..."skrifaði hann með þessari mynd.
Þá skrifar hann „Chop Chop..." með þessari mynd.
„Þarna er ég að hlaupa á eftir honum í Færeyjum með það í huga að drepa hann en hann snýst til varnar og grandar mér með gulrót," útskýrir Fjölnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.