Innlent

1200 manns skrá sig í Læknavísindakirkjuna

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Á einum sólarhring hafa ellefu hundruð manns staðfest að þau ætli að skrá sig í nýtt trúfélag sem stofnað verður á næstunni. Trúfélagið heitir Læknavísindakirkjan og munu sóknargjöld renna til tækjakaupa á Landspítalanum.

Margir voru ósáttir þegar fjárlagafrumvarp næsta árs gerði ráð fyrir auknum fjárframlögum til þjóðkirkjunnar en ekki gert ráð fyrir því að Landspítalinn fái aukið fjármagn. Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, ákvað í gær að stofna trúfélagið Læknavísindakirkjuna og vill að sóknargöld félagsins renni til tækjakaupa. Til að stofna trúfélag þarf 200 félaga, en síðan Kristín hóf undirskriftarsöfnun hafa yfir 1200 manns staðfest skráningu í félagið.

Í Fréttablaðinu í dag kom fram að tíu þúsund manns hafa skráð sig úr þjóðkirkjunni á síðustu þremur árum. Einstaklingur borgar 728 krónur í sóknargjöld á mánuði, sem gera rúmlega 8700 krónur á ári. Þessi upphæð rennur til þess trúfélags sem fólk er skráð í, eða fer til ríkissjóðs, sé fólk ekki skráð í trúfélag.

En til þess að hægt sé að stofna trúfélag þarf að uppfylla ýmsar kröfur. Kristín það vera lagatæknilegt atriði sem hægt er að leysa.

„Næstu skref fara í að ræða við lögfræðinga og sjá hvernig við getum gert þetta að veruleika. Þetta gæti orðið þungur róður en við erum tilbúin að gera það sem þarf," segur Kristín Soffía.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×