Innlent

Vaskur Vinkill finnur gras á Selfossi

Gunnar Valþórsson skrifar
Kollegi Vinkils úr vösku liði lögregluhunda.
Kollegi Vinkils úr vösku liði lögregluhunda.
Lögreglan á Selfossi lagði hald á nokkra tugi gramma af kannabisefnum snemma í gærkvöldi.

Lögregla var þá hefðbundið umferðareftirlit og stöðvaði mann sem grunur lék á að væri undir áhrifum. Maðurinn var færður á lögreglustöð og bifreið hans einnig. Kallað var eftir aðstoð frá fangelsinu á Litla Hrauni og kom fíkniefnaleitarhundurinn Vinkill til aðstoðar.

Vinkill var ekki lengi að þefa upp nokkra tugi gramma af kannabisefnum sem maðurinn var með í bílnum. Telst málið upplýst og má maðurinn búast við dómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×