Innlent

Mikilli rigningu spáð í dag - hreinsið vel frá öllum niðurföllum

Boði Logason skrifar
Starfsmaður borgarinnar reynir að hreinsa lauf og gróður frá niðurfalli í borginni. Líklega aðeins of seint.
Starfsmaður borgarinnar reynir að hreinsa lauf og gróður frá niðurfalli í borginni. Líklega aðeins of seint. Mynd/365
Mikilli rigningu er spáð á höfuðborgarsvæðinu í dag og vill slökkviliðið brýna fyrir fólki að hreinsa vel frá öllum niðurföllum.

„Við viljum árétta að fólk hreinsi frá niðurföllunum, svo að lauf og annað drasl, stífli þau ekki. Við erum að fara í alltof oft í vatnsleka sem valda stórtjóni þar sem auðveldlega má koma í veg fyrir tjón einfaldlega með því að hreinsa vel frá niðurföllum,“ segir Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri hjá slökkviliðinu.

Lægðin á að ganga hratt yfir höfuðborgarsvæðið, og nær hámarki klukkan sex í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×