Innlent

Sterar og skotfæri í Kópavogi

Mynd úr safni
Umfangsmikil kannabisræktun var stöðvuð í húsi á Kjalarnesi á dögunum. Við húsleit var lagt hald á um 400 kannabisplöntur, en karl og kona á þrítugsaldri voru handtekin í þágu rannsóknarinnar. Í framhaldinu var framkvæmd leit í híbýlum sem fólkið hefur einnig yfir að ráða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þar var lagt hald á nokkrar kannabisplöntur til viðbótar, auk lítilræðis af öðrum fíkniefnum.

Þá var einnig lagt töluvert magn af sterum í öðru óskyldu máli í Kópavogi í síðustu viku. Þar fannst einnig allnokkuð af skotfærum sem og búnaður til lyfjaneyslu. Karl á fimmtugsaldri, sem var handtekinn á vettvangi, var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×