Össur segir utanríkisráðherra hafa slegið Íslandsmet Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2013 14:10 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ekki tímabært að ákveða framhald aðildarviðræðna Íslands að ESB. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir almenning búast við þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. Utanríkisráðherra sagði á Alþingi í morgun að ríkisstjórnin hefði metnaðarfulla stefnu varðandi Evrópusambandið þar sem EES samningurinn væri helsta stoðin. Hann hefur leyst upp samninganefnd Íslands í aðildarviðræðunum við sambandið. Umræða um stöðu Evrópumála fór fram á Alþingi í morgun. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði ríkisstjórnina leggja áherslu á náið samstarf við Evrópusambandið þar sem EES-samningurinn væri meginstoðin. Hann hefur hins vegar leyst upp samninganefnd Íslands og sagði hann á þingi í morgun að það væri í samræmi við stefnu stjórnarinnar um að gera hlé á viðræðunum. „Afstaða beggja stjórnarflokkanna er skýr. Flokkarnir leggjast gegn aðild að Evrópusambandinu. Landsfundir beggja flokka samþykktu að ef halda ætti ferlinu áfram, yrði það eingöngu gert að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Og fólk getur treyst því að ekki verður haldið áfram viðræðum nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Utanríkisráðherra sagði þetta þýða að ekki yrðu haldnar fleiri ríkjaráðstefnur milli Íslands og Evrópusambandsins. Hann hefði fengið Hagfræðistofnun Íslands til að gera óháða úttekt á stöðu viðræðnanna og þróunarinnar innan sambandsins, en allt benti til að samstarf aðildarríkja sambandsins myndi dýpka í framtíðinni vegna efnahagskreppunnar. Stefna ríkisstjórnarinnar væri í samræmi við stjórnarsáttmálann. „Engar skemmdir hafa verið unnar á einu né neinu. Aðildarumsókn hefur ekki verið afturkölluð Engu hefur verið slitið. Þannig höfum við staðið að þessu máli í góðri sátt við gagnaðila okkar. Enda bera viðbrögð Evrópusambandsins ekki merki annars en sambandið hafi fullan skilning á ákvörðun okkar um hlé á aðildarferlinu,“ sagði Gunnar Bragi Utanríkisráðherra sagði skýrslu Hagfræðistofnunar verða tekna til umræðu á Alþingi þegar henni væri lokið. „Ekki er tímabært að velta fyrir sér framhaldi aðildarferilsins fyrr en skýrslan hefur verið gerð. En rökföst og málaefnaleg umræða mun án efa eiga sér stað innan þingsins um efni hennar og hlakka ég mjög til þess,“ sagði utanríkisráðherra. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra sagði Gunnar Braga hafa sett Íslandsment í ræðu sinni. „Því honum tókst í einni ræðu bæði að fara gegn eigin yfirlýsingum, storka fullveldi Alþingis og líka fara gegn stefnu ríkisstjórnarinnar,“ sagði Össur. Því leiðtogar stjórnarflokkanna hefðu báðir lýst yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um áframhald viðræðna eftir að skýrslur um málið hefðu verið lagðar fram. Með því að setja samninganefnd Íslands af sniðgengi utanríkisráðherra vilja þingsins og hefði í raun stigið fyrsta skrefið til að slíta viðræðunum. „Ég geri mér alveg grein fyrir hinum pólitíska veruleika málsins. En orð skulu standa. Forystumenn í stjórnmálum verða að standa við það sem þeir lýsa yfir,“ sagði Össur. Miðað við yfirlýsingar forystumanna stjórnarflokkanna væri eðlilegt að almenningur byggist við þjóðaratkvæðagreiðslu um málið á kjörtímabilinu en eekki einhvern tíma á öldinni. Þróun mála að undanförnu hefði leitt til aukisns stuðnings meðal þjóðarinnar við að klára viðræðurnar og á sama tíma hefði fylgi Framsóknarflokksins dalað í könnunum. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Utanríkisráðherra sagði á Alþingi í morgun að ríkisstjórnin hefði metnaðarfulla stefnu varðandi Evrópusambandið þar sem EES samningurinn væri helsta stoðin. Hann hefur leyst upp samninganefnd Íslands í aðildarviðræðunum við sambandið. Umræða um stöðu Evrópumála fór fram á Alþingi í morgun. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði ríkisstjórnina leggja áherslu á náið samstarf við Evrópusambandið þar sem EES-samningurinn væri meginstoðin. Hann hefur hins vegar leyst upp samninganefnd Íslands og sagði hann á þingi í morgun að það væri í samræmi við stefnu stjórnarinnar um að gera hlé á viðræðunum. „Afstaða beggja stjórnarflokkanna er skýr. Flokkarnir leggjast gegn aðild að Evrópusambandinu. Landsfundir beggja flokka samþykktu að ef halda ætti ferlinu áfram, yrði það eingöngu gert að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Og fólk getur treyst því að ekki verður haldið áfram viðræðum nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Utanríkisráðherra sagði þetta þýða að ekki yrðu haldnar fleiri ríkjaráðstefnur milli Íslands og Evrópusambandsins. Hann hefði fengið Hagfræðistofnun Íslands til að gera óháða úttekt á stöðu viðræðnanna og þróunarinnar innan sambandsins, en allt benti til að samstarf aðildarríkja sambandsins myndi dýpka í framtíðinni vegna efnahagskreppunnar. Stefna ríkisstjórnarinnar væri í samræmi við stjórnarsáttmálann. „Engar skemmdir hafa verið unnar á einu né neinu. Aðildarumsókn hefur ekki verið afturkölluð Engu hefur verið slitið. Þannig höfum við staðið að þessu máli í góðri sátt við gagnaðila okkar. Enda bera viðbrögð Evrópusambandsins ekki merki annars en sambandið hafi fullan skilning á ákvörðun okkar um hlé á aðildarferlinu,“ sagði Gunnar Bragi Utanríkisráðherra sagði skýrslu Hagfræðistofnunar verða tekna til umræðu á Alþingi þegar henni væri lokið. „Ekki er tímabært að velta fyrir sér framhaldi aðildarferilsins fyrr en skýrslan hefur verið gerð. En rökföst og málaefnaleg umræða mun án efa eiga sér stað innan þingsins um efni hennar og hlakka ég mjög til þess,“ sagði utanríkisráðherra. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra sagði Gunnar Braga hafa sett Íslandsment í ræðu sinni. „Því honum tókst í einni ræðu bæði að fara gegn eigin yfirlýsingum, storka fullveldi Alþingis og líka fara gegn stefnu ríkisstjórnarinnar,“ sagði Össur. Því leiðtogar stjórnarflokkanna hefðu báðir lýst yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um áframhald viðræðna eftir að skýrslur um málið hefðu verið lagðar fram. Með því að setja samninganefnd Íslands af sniðgengi utanríkisráðherra vilja þingsins og hefði í raun stigið fyrsta skrefið til að slíta viðræðunum. „Ég geri mér alveg grein fyrir hinum pólitíska veruleika málsins. En orð skulu standa. Forystumenn í stjórnmálum verða að standa við það sem þeir lýsa yfir,“ sagði Össur. Miðað við yfirlýsingar forystumanna stjórnarflokkanna væri eðlilegt að almenningur byggist við þjóðaratkvæðagreiðslu um málið á kjörtímabilinu en eekki einhvern tíma á öldinni. Þróun mála að undanförnu hefði leitt til aukisns stuðnings meðal þjóðarinnar við að klára viðræðurnar og á sama tíma hefði fylgi Framsóknarflokksins dalað í könnunum.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira