Innlent

Ráðist á fanga á Litla-Hrauni

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Ráðist var á fanga í fangelsinu á Litla-Hrauni í dag. Tveir fangar réðust að öðrum fanga og veittum honum áverka í andliti. Flytja þurfti manninn með sjúkrabíl til aðhlynningar á Heilsugæslustöðina á Selfossi.

Lögreglan á Selfossi varðist fregna af málinu en segir árásina til rannsóknar. Áverkar mannsins eru ekki taldir alvarlegir en hlaut skurð í andliti eftir að lás var sveiflað í andlit mannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×