Innlent

Hefur ekki gert upp hug sinn

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Vörður – Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík boðar til félagsfundar í Valhöll á fimmtudag í næstu viku þar sem lögð verður fram tillaga stjórnar Varðar um fyrirkomulag vegna vals á framboðslista fyrir borgarstjórnarkosninga næsta vor.

Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði hefur verið orðaður við framboð til forystusætis á lista Sjálfstæðismanna. Hann sagðist í samtali við fréttastofu ekki vera búinn að gera upp hug sinn. Hugmynd um framboð hans hafi komið upp hjá hópi Sjálfstæðismanna í Reykjavík í vor og hann hefði ekki sagt nei og heldur ekki já.

Talið er líklegt að samþykkt verði að fara í leiðtogakjör en að öðru leyti verði raðað upp á listann. Halldór sagði það meðal annars ráða ákvörðun hans hvaða fyrirkomulag yrði við röðun á listann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×