Innlent

Fagna því að lausna sé leitað

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) fagnar því að leitað sé lausna á þeim vanda sem lyflæknissvið Landspítala stendur frammi fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FÍH.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga segir löngu tímabært að endurskilgreina verksvið allra heilbrigðisstétta til að nýta verksvið og þekkingu hverrar stéttar til fullnustu. Félagið varar þó við því að aukið sé á vinnuálag hjúkrunarfræðinga og telur það geta ógnað öryggi sjúklinga og gæðum þjónustunnar sem hjúkrunarfræðingar veita.

Jafnframt bendir FÍH á að til þess að hjúkrunarfræðingar geti bætt á sig verkefnum þarf að tryggja þeim aukið svigrúm við vinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×