Innlent

Morrissey stöðvaði sjálfsævisöguna á síðustu stundu

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Það er sjaldan lognmolla í kringum Morrissey.
Það er sjaldan lognmolla í kringum Morrissey.
Tónlistarmaðurinn Morrissey hefur ákveðið að hætta við útgáfu á sjálfsævisögu sinni sem koma átti út í næstu viku. Óyfirstíganlegur ágreiningur hefur komið upp á milli Morrissey og Penguin Books, sem ætlaði að gefa bókina út, sem varð til þess að Morrissey ákvað að stöðva útgáfuna.

Morrissey leitar nú af nýjum útgefenda. Ekki var búið að prenta upplag af bókinni þegar þessi ákvörðun lá fyrir. Talsmaður Penguin vildi ekki tjá sig um málið.

Morrissey, sem er fyrrum söngvari hljómsveitarinnar The Smiths, hafði samþykkt að ræða um barnæsku sína í Manchester og samband sitt við Johnny Marr, gítarleikar The Smiths.

Þessi 54 ára gamli söngvari hefur glímt við heilsufarsvandamál á síðustu misserum sem varð til þess að hann varð að hætta við tónleikaferðalag til Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Hann hætti einnig við tónleikaferð til Suður-Ameríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×