Innlent

Ógnuðu manni með exi og tóku símann og iPod

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Tveir menn voru dæmdir í sex og sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag meðal annars fyrir nytjastuld, umferðarlagabrot og vopnað rán.

Annar mannanna var dæmdur fyrir að brjótast inn í húsnæði bifreiðaverkstæðis í lok maí árið 2011 og stolið þaðan bíllyklum, og tekið bílinn ófrjálsri hendi. Keyrt hann undir áhrifum áfengis þar til hann missti stjórn á honum með þeim afleiðingum að hann valt og eyðilagðist.

Þá voru þeir báðir dæmdir fyrir vopnað rán, en í mars í fyrra, veittust þeir að manni með öxi og tóku af honum Nokia C5 farsíma, iPod og heyrnartól.

Mennirnir játuðu brot sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×