Gunnar Nelson þræddi ættarmót í sumar Jón Júlíus Karlsson skrifar 5. september 2013 13:28 Gunnar Nelson er mættur til æfinga á ný eftir meiðsli. Mynd/Páll Bergmann. Bardagakappinn Gunnar Nelson er mættur aftur til æfinga eftir að hafa tekið því rólega í sumar. Gunnar varð fyrir meiðslum á hné í vor og fór í speglun. Hann átti að vera frá í nokkrar vikur en ákvað að taka sumarfrí í kjölfarið og hefur því náð sér að fullu af hnémeiðslum. Gunnar segist vera endurnærður eftir gott sumarfrí. „Ég er mættur aftur til æfinga eftir frí í sumar,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi.is. „Ég tók því mjög rólega í sumar og er eiginlega búinn að vera í þriggja mánaða sumarfríi. Ég hef verið að þræða ættarmót í allt sumar. Ég finn ekki fyrir neinum verkjum og er farinn að æfa á fullu á ný.“ Gunnar þurfti að hætta við þátttöku í UFC bardagakvöldi sem fram fór í Las Vegas í vor en þar átti Gunnar að vera eitt aðalnúmerið. Gunnar veit ekki hvenær hann muni keppa næst en býst við bardaga í lok þessa árs. „Það er ekkert komið í ljós ennþá en ég tel líklegt að það verði í lok árs. Vanalega gerist þetta mjög fljótt og við erum að horfa til nóvember/desember. Ég er mjög spenntur og er farinn að æfa af krafti.“Mikill uppgangur hefur verið hjá Mjölni á síðustu árum og hefur góður árangur Gunnars í UFC haft jákvæð áhrif. Nýverið stækkaði Mjölnir aðstöðu sína í Héðinshúsi í Vesturbænum og tók í noktun fjórða salinn. Nú er meðal annars boðið upp á Mjölnis-jóga sem hefur vakið athygli. Gunnar segir aðstöðu félagsins eina þá bestu í Evrópu. „Við erum eina bestu MMA stöð sem ég hef séð. Það hefur orðið gríðarleg fjölgun iðkenda og hópurinn hefur þjappast enn betur saman. Það er hrikalega góður andi hjá Mjölni. Það er líka mikil stemmning í ljósi þess að það eru nokkrir félagar að fara til Dublin á sterkt alþjóðlegt mót og við erum alltaf að verða betri. Ég finn að þessir keppendur sem eru að fara til Dublin hafa bætt sig gríðarlega í sumar.“ Meðal keppenda í Dublin á þann 14. september næstkomandi verður Sunna Rannveig Davíðsdóttir. Hún verður fyrsta konan til að keppa fyrir Mjölni í blönduðum bardagalistum. Auk Sunnu muni fjórir íslenskir karlkeppendur taka þátt í mótinu, Euro Fight Night, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í myndbandinu hér að neðan má sjá frá æfingu í Mjölni þar sem Gunnar Nelson ásamt fleirum taka æfingu í Padsa. Jón Viðar hjá Mjölni sá um upptöku og frágang. Padsa-vinna í Mjölni (2013) from Mjolnir MMA on Vimeo. MMA Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson er mættur aftur til æfinga eftir að hafa tekið því rólega í sumar. Gunnar varð fyrir meiðslum á hné í vor og fór í speglun. Hann átti að vera frá í nokkrar vikur en ákvað að taka sumarfrí í kjölfarið og hefur því náð sér að fullu af hnémeiðslum. Gunnar segist vera endurnærður eftir gott sumarfrí. „Ég er mættur aftur til æfinga eftir frí í sumar,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi.is. „Ég tók því mjög rólega í sumar og er eiginlega búinn að vera í þriggja mánaða sumarfríi. Ég hef verið að þræða ættarmót í allt sumar. Ég finn ekki fyrir neinum verkjum og er farinn að æfa á fullu á ný.“ Gunnar þurfti að hætta við þátttöku í UFC bardagakvöldi sem fram fór í Las Vegas í vor en þar átti Gunnar að vera eitt aðalnúmerið. Gunnar veit ekki hvenær hann muni keppa næst en býst við bardaga í lok þessa árs. „Það er ekkert komið í ljós ennþá en ég tel líklegt að það verði í lok árs. Vanalega gerist þetta mjög fljótt og við erum að horfa til nóvember/desember. Ég er mjög spenntur og er farinn að æfa af krafti.“Mikill uppgangur hefur verið hjá Mjölni á síðustu árum og hefur góður árangur Gunnars í UFC haft jákvæð áhrif. Nýverið stækkaði Mjölnir aðstöðu sína í Héðinshúsi í Vesturbænum og tók í noktun fjórða salinn. Nú er meðal annars boðið upp á Mjölnis-jóga sem hefur vakið athygli. Gunnar segir aðstöðu félagsins eina þá bestu í Evrópu. „Við erum eina bestu MMA stöð sem ég hef séð. Það hefur orðið gríðarleg fjölgun iðkenda og hópurinn hefur þjappast enn betur saman. Það er hrikalega góður andi hjá Mjölni. Það er líka mikil stemmning í ljósi þess að það eru nokkrir félagar að fara til Dublin á sterkt alþjóðlegt mót og við erum alltaf að verða betri. Ég finn að þessir keppendur sem eru að fara til Dublin hafa bætt sig gríðarlega í sumar.“ Meðal keppenda í Dublin á þann 14. september næstkomandi verður Sunna Rannveig Davíðsdóttir. Hún verður fyrsta konan til að keppa fyrir Mjölni í blönduðum bardagalistum. Auk Sunnu muni fjórir íslenskir karlkeppendur taka þátt í mótinu, Euro Fight Night, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í myndbandinu hér að neðan má sjá frá æfingu í Mjölni þar sem Gunnar Nelson ásamt fleirum taka æfingu í Padsa. Jón Viðar hjá Mjölni sá um upptöku og frágang. Padsa-vinna í Mjölni (2013) from Mjolnir MMA on Vimeo.
MMA Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira