Fótbolti

Emil farinn heim

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson. Mynd/Anton
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án krafta Emils Hallfreðssonar í leiknum gegn Sviss annað kvöld.

Emil glímir við meiðsli sem hafa orðið til þess að hann hefur haldið aftur til Veróna á Ítalíu. Hafnfirðingurinn hefur verið reglulega í byrjunarliði landsliðsins undir stjórn Lars Lagerbäck.

Leikur Íslands og Sviss hefst klukkan 18.30 á morgun og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×