Innlent

Brjálað veður í dag

Veðurstofan varar við stormi á Vestanverðu landinu í dag. Á vef vegagerðarinnar kemur fram að á norðanverðu Snæfellsnesi megi reikna með vindhviðum frá því eftir klukkan níu til ellefu upp í 25-30 m/s, og allt að 35 m/s undir kvöldið, eða upp úr klukkan sex. Frá þeim tíma má einnig búast við miklum vindhviðum víðar á Vesturlandi s.s. undir Hafnarfjalli og á Vestfjörðum t.d. á neðanverðri Gemlufallsheiði og við Arnardal á Súðavíkurvegi. Veðrið gengur niður í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×