Innlent

Ölvaður sofnaði á ljósum

Lögreglumenn höfðu afskipti af sofandi ökumanni á umferðarljósum á Höfðabakka í Reykjavík rétt fyrir klukkan níu í morgun. Kom í ljós að sá var á leiðinni í Grafarvog en komst ekki lengra þar sem hann sofnaði sökum ölvunarástands. Hann var færður á lögreglustöð þar sem málið var afgreitt. Ökumaðurinn var vistaður í fangageymslu og verður rætt við hann þegar af honum rennur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×