Innlent

Beikonhátíð á Skólavörðustíg

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Hátíðin hófst í gær þegar forsætisráðherra var færð sérstök gjöf frá íslenska beikonbræðralaginu sem stendur fyrir hátíðinni.
Hátíðin hófst í gær þegar forsætisráðherra var færð sérstök gjöf frá íslenska beikonbræðralaginu sem stendur fyrir hátíðinni. mynd/365
Hátíðin Bacon Reykjavík Festival fer fram núna á Skólavörðustíg. Hátíðin hófst í gær þegar forsætisráðherra var færð sérstök gjöf frá íslenska beikonbræðralaginu sem stendur fyrir hátíðinni.

Þetta er í þriðja skipti sem hátíðin er haldin, yfirskrift hátíðarinnar er: „Beikon er hjartans mál“ og mun allur ágóðu af matsölunni renna til tækjakaupa á hjartadeild Landspítalands.





Á hátíðinni í dag.mynd/BOÐI LOGASON
Eins og nafnið gefur til kynna er mikið um beikon á hátíðinni. Boðið er upp á beikon í matartjöldum og átta veitingastaðir selja beikonrétti á 250 krónur í matarkofum víðsvegar á Skólavörðustígnum. Tónlistarfólk leikur beikon-innblásna tóna auk þess sem beikon-útblásin kynnir fræðir gesti hátíðarinnar um beikon á milli uppákoma. Á hátíðinni er sérstakur veitingabás ætlaður börnum og einnig eru hoppukastali og fleiri leiktæki á staðnum.

Lokað er fyrir bílaumferð á Skólavörðustígnum til klukkan sex í dag. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur hátíðn farið vel fram hingað til og umferð gengið vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×