Innlent

Tólf gistu fangageymslur

Gunnar Valþórsson skrifar
Meðal þess sem lögregla þurfti að athuga í nótt var innbrot í Kópavogi.
Meðal þess sem lögregla þurfti að athuga í nótt var innbrot í Kópavogi.
Þrír ökumenn voru stöðvaðir af lögreglu í gærkvöldi og í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum.

Einn þeirra er einnig grunaður um að hafa ekið á brott eftir umferðaróhapp og var hann vistaður í fangageymslu uns hægt verður að ræða við hann.

Um klukkan hálfníu í gærkvöldi hafði lögreglan afskipti af tveimur ungmennum í Breiðholti og voru þeir kærðir fyrir vörslu fíkniefna. Um kvöldmatarleytið í gær var síðan brotist inn á heimili í Kópavogi. Þjófarnir spenntu upp glugga og stálu úr íbúðinni ýmiskonar munum. Málið er í rannsókn.

Tólf gistu fangageymslurnar þessa nóttina, þar voru sjö sem gistu að eigin ósk en fimm sem vista þurfti sökum ölvunar og annarra mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×