Innlent

Einhver ósmekklegasta auglýsing allra tíma

Jakob Bjarnar skrifar
Svo virðist sem kona sé í haldi á palli pallbílsins. En, um er að ræða auglýsingu.
Svo virðist sem kona sé í haldi á palli pallbílsins. En, um er að ræða auglýsingu.
Bílaskreytingameistari í Waco, TX, taldi rétt og tímabært að koma fyrirtæki sínu betur á kortið og ákvað því að útbúa auglýsingu sem myndi vekja athygli. Það tókst en menn deila um hvort tilgangurinn helgi meðalið þegar athyglin er annars vegar.

Umræddur náungi tók mynd af konu sem starfar hjá fyrirtækinu, hún var bundin og í hnipri. Þá vann hann mynd á filmu, sem hann límdi aftan á lok pallbíls, ákaflega raunverulega mynd og lítur út sem konan væri í haldi mannræningja, bundin á palli bílsins.

Ekki þarf að orðlengja, þessi auglýsing gekk gersamlega fram af mörgum manninum og hefur fólk unnvörpum fordæmt þessa ósmekklegu auglýsingu. Fyrirtækið heitir Hornet Signs'. Eigandinn, Brad Kolb, sem fékk þessa "snjöllu" hugmynd, sagði, í viðtali við fréttastöðina KWTX, að fyrirtæki hans hafi fengið verulega athygli vegna þessa uppátækis. Miklu meiri en hann bjóst við og vissulega hafi þau viðbrögð verið að uppistöðu fremur neikvæð. En, hann styðji ekki það að fólki sé rænt, það bundið og það haft bundið á palli jeppa.

Mörgum þykir þetta merkileg yfirlýsing; herra Kolb kann að meta athyglina þó hann fordæmi skilaboðin sem myndin beri með sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×