Innlent

Ræðismanni Íslands í Edinborg sagt upp húsaleigu vegna hvalveiða

Heimir Már Pétursson skrifar
Cameron Buchanan flaggar nú íslenska fánanum á heimili sínu þar sem andstæðingar hvalveiða höfðu skvett rauðri málningu á húsnæði ræðismannsskrifstofunnar.
Cameron Buchanan flaggar nú íslenska fánanum á heimili sínu þar sem andstæðingar hvalveiða höfðu skvett rauðri málningu á húsnæði ræðismannsskrifstofunnar. Mynd/ Edinburgh News
Ræðismaður Íslands í Edinborg í Skotlandi þurfti að færa ræðismannsskrifstofu sína eftir að andstæðingar hvalveiða Íslendinga skvettu rauðri málningu á húsið þar sem hann var áður með aðstöðu.

Cameron Buchanan sór embættiseið sem þingmaður Íhaldslistans á skorska þinginu í dag, en hann hefur verið heiðursræðismaður frá því hann tók við því embætti af sjónvarpsmanninum og þýðandanum Magnúsi Magnússyni árið 2003.

Cameron var með ræðisskrifstofuna í húsakynnum textíl fyrirtækis síns í viðskiptahverfi Edinborgar. En eftir að umræður um hvalveiðar Íslendinga hófust á Bretlandseyjum í sumar skvettu mótmælendur rauðri mánlingu á veggi hússins. Eftir það var ræðismanninum sagt upp leigu á húsnæðinu og nú flaggar hann íslenska fánanum á svölum heimilis síns.

Hann játar í viðtali við Edinborough News að fiskveiðistefna Íslendinga geti reynst honum erfið í starfi, þar sem hann situr nú á skoska þinginu, en Skotar eru ekki par hrifnir af makrílveiðum Íslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×