Innlent

Maður svipti sig lífi í Skessuhelli

Karlmaður svipti sig lífi í Skessuhelli í Reykjanesbæ í gær.

Börn sem voru að leik við hellinn urðu mannsins vör, en Skessuhellir er manngert birgi sem alla jafna er fjölsótt af börnum og unglingum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum.

Rannsókn leiddi í ljós að maðurinn, sem var fertugur að aldri, var hælisleitandi sem hefur dvalið á gistiheimilinu FIT í Reykjanesbæ í skamman tíma ásamt syni sínum sem er á unglingsaldri.

Barnaverndaryfirvöldum var gert viðvart og tóku þau drenginn í sína umsjá. Börnunum sem komu að manninum og forráðamönnum þeirra var veitt áfallahjálp í kjölfar atburðarins.

Lögreglan á Suðurnesjum annast rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×