Innlent

Háspennulínum um hálendið verður mótmælt með hörku

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Gunnar Hörður Guðmundsson er formaður Landverndar.
Gunnar Hörður Guðmundsson er formaður Landverndar.
Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, segir að ný skýrsla sem unnin var fyrir Landsnet um um stöðu raforkukerfisins hér á landi gefi sér undarlegar forsendur. Guðmundur bendir á að það að setja upp einhverja sviðsmynd sem gerir ráð fyrir engri uppbyggingu á næstu áratugum sé í raun algjörlega tilgangslaust.

„Það er enginn sem deilir um nauðsyn þess viðhalda flutningskerfinu og efla það. Stóra spurningin er hvort það þurfi 220 kílóvatta stóriðjulínur yfir mitt hálendið,“ spyr Guðmundur.

Fyrr í dag sagði Guðmundur Ingi Ámundason, aðstoðarforstjóri Landsnets, að stefnt sé að því að leggja línu yfir hálendið. Markmiðið er að tengja saman raforkukerfi landsins. Guðmundur Hörður segir að sú framkvæmd, ef af verður, muni mæta mikilli andspyrna meðal náttúruverndarsamtaka.

„Það er mikil andstæða í allri náttúruverndarheyfingunni og samtök ferðaþjónustunnar hafa sömuleiðis ályktað gegn slíkri framkvæmd. Mér þykir Landsnet heldur frekkt að ætla að vaða þarna í gegn á nokkurrar umræðu. Þessu verður að sjálfsögðu mótmælt með mikilli hörku,“ segir Guðmundur Hörður.

„Hálendið er veðravíti og háspennulína yfir Sprengisand þyrfti því að vera mjög rammgerð, vel byggð og stutt á milli mastra. Þetta yrði mikið lýti fyrir hálendið og spilla allri þeirri upplifun sem fylgir þessu svæði.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×