Borgarstjóri Árósa kveðst taka Gnarr til fyrirmyndar Þorgils Jónsson skrifar 4. mars 2013 06:00 Jacob Bundsgaard, borgarstjóri í Árósum, er hrifinn af flutningi borgarstjóraskrifstofu úr miðbænum og íhugar að fara svipaða leið. Fréttablaðið/Daníel Jacob Bundsgaard, borgarstjórinn í Árósum, segist afar hrifinn af hugmynd Jóns Gnarr, starfsbróður síns í Reykjavík, um að flytja skrifstofu borgarstjóra í Breiðholt og gæti hugsað sér að fara svipaðar leiðir og færa skrifstofu sína út fyrir miðborgina. Bundsgaard var staddur hér á landi í heimsókn á dögunum og sagði aðspurður í samtali við Fréttablaðið að honum litist vel á að flytja skrifstofu sína til Gellerup, sem er það hverfi í Árósum þar sem hlutfall innflytjenda er hæst. Það líður fyrir ímynd sína og þar hafa glæpir og ýmis önnur samfélagsmein verið landlæg um árabil. „Það er hvetjandi að sjá hvernig borgarstjórinn ykkar færði sig til hverfis sem er að takast á við ýmsar áskoranir og það er góð leið til að efla áherslu á þau málefni," segir Bundsgaard og bætir því við að það sé til margs að vinna að efla hverfin. Bundsgaard segir margt líkt með borgunum tveimur, til dæmis í skólamálum. Breytingarnar í skólakerfinu í Reykjavík síðustu misseri, þar sem margar stofnanir voru sameinaðar, vöktu hörð viðbrögð en Bundsgaard segir slíkt viðbúið þegar skólamál séu annars vegar. Hann þekkir þessi mál af eigin raun því hann stýrði skólamálum í Árósum á árunum 2005 til 2006 þegar innleiddar voru miklar sameiningar á yfirstjórnum skóla annars vegar og leikskóla hins vegar. Til dæmis voru leikskólarnir 360 árið 2005 en eru nú 81, en breytingarnar ollu miklum deilum á sínum tíma. „Fólk hefur eðlilega áhyggjur af útkomunni þegar breytingar eiga sér stað. Okkar reynsla er þó góð og það eru ekki deilur um málið lengur. Fólk er líka ánægt með að með stærri einingum er til dæmis orðið auðveldara fyrir hvern skóla eða leikskóla að sækja sérfræðiaðstoð og samvinna hefur aukist til muna." Bundsgaard segir að tvö til þrjú ár hafi tekið að lægja öldurnar en nú sé mikill meirihluti foreldra ánægðir með starfið. Árósar fóru ekki þá leið að sameina leikskóla og grunnskóla, vegna mismunandi löggjafar um stigin tvö, en þó er víða afar náið samstarf og jafnvel í sama húsnæði, að sögn Bundsgaards. „Við fórum aðeins öðruvísi leiðir en Reykjavík en við munum fylgjast með því hvernig málin þróast hér og sjáum hvort við getum ekki lært eitthvað af því sem Reykjavík er að gera." Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Jacob Bundsgaard, borgarstjórinn í Árósum, segist afar hrifinn af hugmynd Jóns Gnarr, starfsbróður síns í Reykjavík, um að flytja skrifstofu borgarstjóra í Breiðholt og gæti hugsað sér að fara svipaðar leiðir og færa skrifstofu sína út fyrir miðborgina. Bundsgaard var staddur hér á landi í heimsókn á dögunum og sagði aðspurður í samtali við Fréttablaðið að honum litist vel á að flytja skrifstofu sína til Gellerup, sem er það hverfi í Árósum þar sem hlutfall innflytjenda er hæst. Það líður fyrir ímynd sína og þar hafa glæpir og ýmis önnur samfélagsmein verið landlæg um árabil. „Það er hvetjandi að sjá hvernig borgarstjórinn ykkar færði sig til hverfis sem er að takast á við ýmsar áskoranir og það er góð leið til að efla áherslu á þau málefni," segir Bundsgaard og bætir því við að það sé til margs að vinna að efla hverfin. Bundsgaard segir margt líkt með borgunum tveimur, til dæmis í skólamálum. Breytingarnar í skólakerfinu í Reykjavík síðustu misseri, þar sem margar stofnanir voru sameinaðar, vöktu hörð viðbrögð en Bundsgaard segir slíkt viðbúið þegar skólamál séu annars vegar. Hann þekkir þessi mál af eigin raun því hann stýrði skólamálum í Árósum á árunum 2005 til 2006 þegar innleiddar voru miklar sameiningar á yfirstjórnum skóla annars vegar og leikskóla hins vegar. Til dæmis voru leikskólarnir 360 árið 2005 en eru nú 81, en breytingarnar ollu miklum deilum á sínum tíma. „Fólk hefur eðlilega áhyggjur af útkomunni þegar breytingar eiga sér stað. Okkar reynsla er þó góð og það eru ekki deilur um málið lengur. Fólk er líka ánægt með að með stærri einingum er til dæmis orðið auðveldara fyrir hvern skóla eða leikskóla að sækja sérfræðiaðstoð og samvinna hefur aukist til muna." Bundsgaard segir að tvö til þrjú ár hafi tekið að lægja öldurnar en nú sé mikill meirihluti foreldra ánægðir með starfið. Árósar fóru ekki þá leið að sameina leikskóla og grunnskóla, vegna mismunandi löggjafar um stigin tvö, en þó er víða afar náið samstarf og jafnvel í sama húsnæði, að sögn Bundsgaards. „Við fórum aðeins öðruvísi leiðir en Reykjavík en við munum fylgjast með því hvernig málin þróast hér og sjáum hvort við getum ekki lært eitthvað af því sem Reykjavík er að gera."
Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira