"Við höfum ekki lent í þessu áður" Boði Logason skrifar 4. mars 2013 12:16 „Við höfum ekki lent í þessu áður," segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi um 170 lítra af landa sem fundust grafnir í jörðu í Hrunamannahreppi á dögunum. Eigandinn hefur viðurkennt að hafa falið landann í jörðu - en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann er staðinn að landaframleiðslu. Lögeglan á Selfossi fékk á dögunum ábendingu um að fundist hefði hola á svæðinu með töluverðu magni af landa. Þegar lögreglumenn koma á staðinn var búið að taka lokið af holunni. Holan var um tveir metrar á lengd og einn metri á breidd og klædd að innan með krossviði og svo var tyrft yfir. „Þetta var ekki sjáanlegt venjulegum mönnum," segir Þorgrímur Óli. En er það algegnt að menn feli áfengi í jörðu? „Ég hef þekki það nú ekki nema frá fjórða áratugnum þegar Björn Blöndal löggæslumaður var á ferð um sveitir. Þá gerðist það að menn voru að grafa upp tól og mjöð í jörðu, en við höfum ekki lent í þessu áður." „Þetta voru um 170 lítrar sem fundust nú, sem er álíka mikið magn og var tekið af þessum sama manni fyrir um einum og hálfum mánuði síðan. Hann mun hafa verið að eiga við þetta á síðasta ári, þetta hefur hátt í 400 lítrar sem hann hefur verið búinn að framleiða." Óheimilt er að framleiða áfengi á Íslandi sem er meira en 2,25 % að styrkleika. Maðurinn hefur viðurkennt að hafa átt og framleitt landann. „Það er þegar búið að gefa út ákæru vegna fyrra málinu, og það liggur fyrir að það verði gefin út ákæra vegna þessa máls. Hann hefur verið yfirheyrður og viðurkenndi að hafa átt þetta - hann hafi verið að safna þessu fyrir sjálfan sig," segir Þorgrímur Óli. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
„Við höfum ekki lent í þessu áður," segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi um 170 lítra af landa sem fundust grafnir í jörðu í Hrunamannahreppi á dögunum. Eigandinn hefur viðurkennt að hafa falið landann í jörðu - en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann er staðinn að landaframleiðslu. Lögeglan á Selfossi fékk á dögunum ábendingu um að fundist hefði hola á svæðinu með töluverðu magni af landa. Þegar lögreglumenn koma á staðinn var búið að taka lokið af holunni. Holan var um tveir metrar á lengd og einn metri á breidd og klædd að innan með krossviði og svo var tyrft yfir. „Þetta var ekki sjáanlegt venjulegum mönnum," segir Þorgrímur Óli. En er það algegnt að menn feli áfengi í jörðu? „Ég hef þekki það nú ekki nema frá fjórða áratugnum þegar Björn Blöndal löggæslumaður var á ferð um sveitir. Þá gerðist það að menn voru að grafa upp tól og mjöð í jörðu, en við höfum ekki lent í þessu áður." „Þetta voru um 170 lítrar sem fundust nú, sem er álíka mikið magn og var tekið af þessum sama manni fyrir um einum og hálfum mánuði síðan. Hann mun hafa verið að eiga við þetta á síðasta ári, þetta hefur hátt í 400 lítrar sem hann hefur verið búinn að framleiða." Óheimilt er að framleiða áfengi á Íslandi sem er meira en 2,25 % að styrkleika. Maðurinn hefur viðurkennt að hafa átt og framleitt landann. „Það er þegar búið að gefa út ákæru vegna fyrra málinu, og það liggur fyrir að það verði gefin út ákæra vegna þessa máls. Hann hefur verið yfirheyrður og viðurkenndi að hafa átt þetta - hann hafi verið að safna þessu fyrir sjálfan sig," segir Þorgrímur Óli.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira