Ekki hægt að klára stjórnarskrármálið 4. mars 2013 12:09 Árni Páll Árnason. Vinstri Grænir eru tilbúnir til viðræðna um að fresta heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar gegn því að nokkrir kaflar verði afgreiddir á þessu kjörtímabili. Formaður flokksins segir mikilvægt að skapa sátt um framhald málsins á næsta kjörtímabili. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, telur að einsýnt að ekki verði hægt að klára stjórnarskrármálið í heild sinni á þessu kjörtímabili. Árni lýsti þessu yfir á laugardag en hann vill reyna skapa sátt um að klára einstaka hluta fyrir kosningar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist tilbúin til viðræðna um málið. „Helst hefðum við viljað ljúka því núna og ef þetta væri eðlilegt þing í eðlilegri lengd þá ætti það ekki að vera nein fyrirstaða fyrir því miðað við hversu langt málið er komið. en núna er eiginlega tímapunkturinn sá að þarf að setjast niður og kanna hver afstaða manna er til þess að klára einstaka hluta og ég er þegar búin að nefna ákveðna hluta og ég er þegar búin að nefna auðlindaákvæðið og beina lýðræðið og fleiri mál og mér finnst mjög mikilvægt að við notum tímann núna til þess að kanna hvaða samhljóm flokkarnir geta fundið í því," segir Katrín. Mikilvægt sé að skapa sátt um framhald málsins á næsta kjörtímabili. „Það liggur fyrir að stjórnarskráin verður ekki samþykkt - þó að hún verði samþykkt öll núna - þá þyrfti að samþykkja hana aftur á nýju þingi - það þarf að sjá fyrir endann á ferlinu. það skiptir máli að það sé sett einhver lína um það hvernig við ætlum að ljúka málinu á nýju þingi," segir Árni Páll. Ekki er útilokað að Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, leggi fram vantrausttillögu á ríkisstjórna í dag en Hreyfingin vill klára málið í heild sinni á þessu kjörtímabili. Þingmenn flokksins ætla að funda um málið eftir hádegi. Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinar, var gestur í þættinum í Bítið á Bylgjunni í morgun. „Ég mun ekki styðja það að þetta verði bútað niður. þetta er heildstætt plagg, í raun og veru, ef menn hafa ekki tíma. það krefst miklu meiri yfirlegu að fara að búta þetta niður. þetta er heild, þetta var hugsað sem heild og það er búið að vinna þetta allan tímann sem heild, og þetta bara áa ðvera heild," segir Margrét. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Vinstri Grænir eru tilbúnir til viðræðna um að fresta heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar gegn því að nokkrir kaflar verði afgreiddir á þessu kjörtímabili. Formaður flokksins segir mikilvægt að skapa sátt um framhald málsins á næsta kjörtímabili. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, telur að einsýnt að ekki verði hægt að klára stjórnarskrármálið í heild sinni á þessu kjörtímabili. Árni lýsti þessu yfir á laugardag en hann vill reyna skapa sátt um að klára einstaka hluta fyrir kosningar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist tilbúin til viðræðna um málið. „Helst hefðum við viljað ljúka því núna og ef þetta væri eðlilegt þing í eðlilegri lengd þá ætti það ekki að vera nein fyrirstaða fyrir því miðað við hversu langt málið er komið. en núna er eiginlega tímapunkturinn sá að þarf að setjast niður og kanna hver afstaða manna er til þess að klára einstaka hluta og ég er þegar búin að nefna ákveðna hluta og ég er þegar búin að nefna auðlindaákvæðið og beina lýðræðið og fleiri mál og mér finnst mjög mikilvægt að við notum tímann núna til þess að kanna hvaða samhljóm flokkarnir geta fundið í því," segir Katrín. Mikilvægt sé að skapa sátt um framhald málsins á næsta kjörtímabili. „Það liggur fyrir að stjórnarskráin verður ekki samþykkt - þó að hún verði samþykkt öll núna - þá þyrfti að samþykkja hana aftur á nýju þingi - það þarf að sjá fyrir endann á ferlinu. það skiptir máli að það sé sett einhver lína um það hvernig við ætlum að ljúka málinu á nýju þingi," segir Árni Páll. Ekki er útilokað að Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, leggi fram vantrausttillögu á ríkisstjórna í dag en Hreyfingin vill klára málið í heild sinni á þessu kjörtímabili. Þingmenn flokksins ætla að funda um málið eftir hádegi. Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinar, var gestur í þættinum í Bítið á Bylgjunni í morgun. „Ég mun ekki styðja það að þetta verði bútað niður. þetta er heildstætt plagg, í raun og veru, ef menn hafa ekki tíma. það krefst miklu meiri yfirlegu að fara að búta þetta niður. þetta er heild, þetta var hugsað sem heild og það er búið að vinna þetta allan tímann sem heild, og þetta bara áa ðvera heild," segir Margrét.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira