Lífið

Fyrsta myndin af North West

Rapparinn Kanye West sýndi heiminum fyrstu myndina af dóttur sinni North West í spjallþætti Kris Jenner í gær.

Kris er móðir Kim Kardashian, kærustu Kanye og móður North. Kanye sýndi ekki aðeins mynd af dóttur sinni heldur tjáði sig líka um foreldrahlutverkið.

Dúllubossi!
“Maður er búinn að skapa glænýja persónu. Það sem ég hugsa um sem faðir er að vernda hana. Það er eina takmarkið mitt – að vernda dóttur mína. Ég skammast mín þegar ég kann ekki á bílstólinn,” segir Kanye. Móðir hans Donda West lést árið 2007 og þá fannst Kanye hann ekki hafa tilgang í lífinu. Nú er það breytt.

Kanye er hamingjusamur.
“Ég hætti lífi mínu. Ég hafði ekkert til að lifa fyrir. Nú á ég tvær mjög sérstakar manneskjur til að lifa fyrir, nýja fjölskyldu til að lifa fyrir, nýjan heim til að lifa fyrir. Kim fyllir heim minn gleði.”

Kim fyllir líf hans gleði.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.