Íslenski boltinn

Lagerbäck kíkir í heimsókn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Vilhelm
Leikur KR og Vals annars vegar og grannaslagur Breiðabliks og Stjörnunnar hins vegar verða krufðir til mergjar í Pepsi-mörkunum í kvöld.

Þjálfari karlalandsliðs Íslands Lars Lagerbäck sækir Hörð Magnússon og félaga heim. Fróðlegt verður að heyra hvað Lagerbäck hefur að segja en Svíinn tilkynnir hópinn fyrir landsleikina gegn Sviss og Albaníu í undankeppni HM 2014 á morgun.

Þátturinn hefst klukkan 22 og er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og sömuleiðis hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×