Innlent

Svanur Valgeirsson yfir þróunarsviði 365 miðla

Svanur Valgeirsson
Svanur Valgeirsson
Svanur Valgeirsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Þróunarsviðs hjá 365 miðlum. Þetta kom fram í tilkynningu Ara Edwald, forstjóra 365 miðla, til starfsmanna fyrirtækisins í kvöld.

Í bréfi Ara kemur fram að í ljósi mikilla umsvifa á sviðinu sé nauðsynlegt að þar starfi forstöðumaður í fullu starfi. Jón Ásgeir Jóhannesson mun áfram starfa sem ráðgjafi stjórnar félagsins eins og verið hefur meðal annars við ráðgjöf á Þróunarsviði.

Svanur er með BA-próf í íslensku og hefur undanfarin ár meðal annars starfað sem rekstrarstjóri hjá Skeljungi og áður Debenhams. Þá var hann starfsmannastjóri hjá Bónus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×