Innlent

Mikið vatn í Skaftárkötlum

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
MYND/JÓN GRÉTAR SIGURÐSSON
Töluvert magn vatns hefur safnast fyrir í Skaftárkötlum, sem eru í vesturhluta Vatnajökuls. Þetta sýna myndir og myndskeið sem Jón Grétar Sigurðsson, flugmaður hjá Atlantsflugi, tók þegar hann flaug þar yfir.



MYND/JÓN GRÉTAR SIGURÐSSON
Bergur Einarsson er jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni segir óvenjulangt um liðið frá síðasta hlaupi úr austari katlinum.

„Það kemur að meðaltali hlaup á tveggja ára fresti úr kötlunum, en það eru komin þrjú ár núna, svo menn eiga von á hlaupi á næstu vikum. Við fylgjumst grannt með stöðunni og það eru sérstakir mælar sem senda viðvörunarboð ef það verða einhverjar breytingar eða hlaupórói myndast undan jöklunum,“ segir hann.

MYND/JÓN GRÉTAR SIGURÐSSON
Bergur segir vatnið sem sést á myndunum ekki vera vatnið sem kemur fram í hlaupunum sjálfum. „Þetta er bara yfirborðsvatn sem safnast þarna saman. Raunverulega hlaupvatnið myndast þegar bráðnun verður við botn vegna jarðhita. Svo safnast það saman í óstöðugt lón við jökulbotninn. Það er mun meira vatn en sést þarna í þessari litlu tjörn á yfirborðinu.“

MYND/JÓN GRÉTAR SIGURÐSSON



Fleiri fréttir

Sjá meira


×