Gareth Bale, leikmaður Tottenham Hotspur, mun missa af fyrsta leik tímabilsins með liðinu en þetta tilkynnti Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri liðsins í dag.
Leikmaðurinn hefur verið orðaður frá félaginu í allt sumar og yfir til spænska risans Real Madrid.
Tottenham mætir nýliðum Crystal Palace á sunnudaginn og mæta þeir síðan Dinamo Tbilisi í forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn næstkomandi.
„Hann hefur verið meiddur nánast allt undirbúningstímabilið,“ sagði Villas-Boas í viðtali við Sky Sports.
„Það er því bara eðlilegt að leyfa honum að hvíla í leiknum gegn Palace.“
