Lífið

Tvær stórstjörnur deita

Leikkonan Amanda Seyfried og leikarinn Justin Long eru að deita samkvæmt heimildum tímaritsins Us Weekly.

“Justin er mjög dulur þegar kemur að samböndum þannig að ég er ekki viss hvernig þau kynntust. Ég held að þau hafi vitað af hvort öðru um hríð en þá voru þau bæði á föstu. Þau byrjuðu nýverið að hanga meira saman og fara á deit. Þau eru bæði mjög upptekin en ætla að gefa þessu séns,” segir vinur Justins í samtali við tímaritið.

Flott par.
Amanda deitaði Dexter-leikarann Desmond Harrington síðasta sumar en á undan því var hún í þriggja ára sambandi með leikaranum Dominic Cooper sem tók enda árið 2010. Justin var hins vegar að daðra við leikkonuna Kate Mara síðasta sumar og var kærasti leikkonunnar Drew Barrymore á árunum 2007 til 2010.

Amanda leikur klámstjörnu í nýjustu mynd sinni Lovelace.
Justin var einu sinni kærasti Drew Barrymore.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.