Lífið

Free Willy-stjarna látin

Leikarinn August Schellenberg er látinn eftir langa og stranga baráttu við krabbamein.

Þessi kanadíski leikari er hvað þekktastur fyrir að leika Randolph Johnson í Free Willy-þríleiknum þar sem hann var lærimeistari Jesse. Og lék auðvitað á móti einu frægasta dýri heims – Keikó heitnum.

August og Keikó í Free Willy.
Þá fékk hann tilnefningu til Emmy-verðlauna árið 2007 fyrir hlutverk sitt í seríunni Bury My Heart at Wounded Knee. Þess má einnig geta að hann lék á móti Colin Farrell og Cristopher Plummer í kvikmyndinni The New World árið 2005.

Tapaði baráttunni við krabbamein.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.