Lífið

Disney-stjarna féll fyrir eigin hendi

Leikarinn og fyrrverandi Disney-stjarnan Lee Thompson Young er látinn aðeins 29 ára að aldri. Að sögn kynningarfulltrúa hans framdi hann sjálfsmorð.

“Það er með sorg í hjarta að ég tilkynni að Lee Thompson Young tók sitt eigið líf í morgun. Lee var meira en stórkostlegur, ungur leikari. Hann var dásamleg og góð sál sem verður sárt saknað,” segir í tilkynningu en Lee fannst látinn í gær í íbúð sinni. Svo virðist sem hann hafi skotið sig.

Ungur á uppleið.
Lee lék titilhlutverkið í Disney-seríunni The Famous Jett Jackson seint á tíunda áratug seinustu aldar. Hann fór líka með hlutverk í þáttum á borð við Friday Night Lights, Smallville, Scrubs og nú síðast í Rizzoli & Isles.

Lék til að mynda í Rizzoli & Isles.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.