Lífið

Líf og fjör í upphafi Þjóðhátíðar

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Hressir eyjamenn.
Hressir eyjamenn. mynd/Óskar Friðriksson
Þrif eftir Húkkaraballið í gærkvöldi gengu vel og þarf hinn almenni eyjamaður ekki að finna fyrir breytingum, segir Hörður Orri Grettisson í þjóðhátíðarnefnd.

Ballið hefur hingað til verið haldið í Týsheimilinu við Hásteinsvöll en í ár var ákveðið að breyta til og færa það út. Það var haldið undir berum himni við Fiskiðjusundið svokallaða. Hörður Orri segir að það hafi komið vel út og hafi ballið í gærkvöldi verið það fjölmennasta í mörg ár.

Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir í samtali við fréttastofu að Þjóðhátíðin fari rólega af stað. Í nótt komu upp fjögur fíkniefnamál og samtals hafi komið upp sex fíkniefnamál frá því á miðvikudag eftir að hátíðin hófst formlega. Eitthvað var um slagsmál í nótt og var einn vistaður í fangaklefa í nótt.

Magga, Aldís og Hanna eru mættar á Þjóðhátíð.mynd/Óskar Friðriksson
Egill Einarsson einnig þekktur sem Gillzenegger eða DJ Muscleboy spilaði á Húkkaraballinu.mynd/Óskar Friðriksson
Húkkaraballið var það fjölmennasta í mörg ár.mynd/Óskar Friðriksson
Birkir Þór Högnason, liðsmaður Bleika fílsins, forvarnarhóps ÍBV var að sjálfsögðu á staðnum.mynd/Óskar Friðriksson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.