Lífið

Húsið falt fyrir 2 milljarða

Söngkonan Shakira er búin að setja glæsihýsi sitt í Miami á markaðinn og er ásett verð tæplega fimmtán milljónir dollara, tæpir tveir milljarðar króna.

Shakira keypti húsið í september árið 2001 en hefur nú ákveðið að búa bara á Spáni með unnusta sínum, knattspyrnukappanum Gerard Pique og sex mánaða gömlum syni þeirra Milan.

Selur húsið.
Shakira er nýbúin að taka húsið í gegn en það er búið sex svefnherbergjum og átta baðherbergjum og því fylgir að sjálfsögðu sundlaug.

Litla fjölskyldan.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.