Innlent

Skylt að hylja andlit

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Persónuvernd ákvarðaði í dag í máli Já.
Persónuvernd ákvarðaði í dag í máli Já.
„Frá því að við fórum á stað í þetta verkefni höfum við lagt áherslu á það að vinna það í góðu samstarfi við persónuvernd,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir forstjóri Já.“ Markmiðið okkar er alls ekki að taka myndir af fólki en af því að þetta eru myndir af umhverfinu, þá eðli málsins samkvæmt getur það komið fyrir að fólk sé á myndunum.



Í dag ákvarðaði Persónuvernd í máli Já vegna götumynda sem fyrirtækið er að taka um þessar mundir. Niðurstaða Persónuverndar var að vinnsla á vegum Já væri heimil en heimildin næði hins vegar ekki til birtingar á persónuupplýsingum. Því ber fyrirtækinu að afmá persónugreinanlegar upplýsingar, eins og andlit einstaklinga og skráningamerki ökutækja,  af myndunum fyrir birtingu þeirra.

„Við lögðum upp með og hefðum viljað hafa það þannig að við skyggðum þá sem um það bæðu. Frá því að við fórum af stað í þetta verkefni hafa viðtökurnar verið ofsalega jákvæðar. Fólk hefur verið að taka þátt með okkur og stilla sér upp og jafnvel sprella. Sumir haf lagt sig í líma um að vera með á myndunum og heilu fyrirtækin hafa farið út og stillt sér upp til að vera saman á mynd. Þá var til dæmis einn maður sem beið í hálftíma á götuhorni með risastóran hestshaus á sér til þess að vera með á mynd. Við höfum fengið eina beiðni þar sem óskað var eftir því að bílnúmer væru skyggð. Persónuvernd hefur nú fjallað um málið og komist að þessari niðurstöðu og að sjálfsögðu hlítum við því“

„Ef fólk óskar eftir að vera  á myndunum munum að sjálfsögðu taka  slíkum fyrirspurnum vel. En af því að úrskurðinn var bara að koma verðum við að kanna það tæknilega hvort það sé hægt, áður en við lofum því. Núna er verkefnið okkar að greina með hvaða hætti við getum orðið við niðurstöðu persónuverndar. En það væri frábært að geta boðið upp á það.“

„Þetta er búið að vera skemmtilegt verkefni og við teljum það frábærar fréttir fyrir neytendur að Google sé farið af stað með samskonar  verkefni. Ég giska á að það sé ekki tilviljun að þeir fari af stað aðeins nokkrum vikum eftir að við byrjuðum á verkefninu, en það er þá bara mjög gott að við höfum orðið til þess að ýta við þeim.“

„Þeir sem að ætla að hafa vinnslu með þessum hætti ber að tilkynna okkur eins og Já gerði og Google hefur einnig gert,“ segir Hörður Helgi Helgason, settur forstjóri Persónuverndar. „ Í tilkynningunni sem Persónuvernd barst frá Google kom fram að þeir hygðust gera þessar myndir ópersónugreinanlegar sem er í samræmi við ákvörðun Persónuverndar. Þeir eru búnir að lenda í ágreiningi við persónuverndarstofnanir í hinum Evrópuríkjunum áður en þeir komu hingað. Þeir hafa tekið upp þessi vinnuferli sem uppfylla þau skilyrði sem eru samskonar og er gert hér.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×