Sprettharður maður á spretthörðum bílum Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2013 14:45 Usain Bolt við nýja Ferrari California bíl sinn Það er líklega vel við hæfi að sprettharðasti maður heims, Usain Bolt, sé á spretthörðum bílum. Hann hefur reyndar lengi haft mikinn áhuga á hraðskreiðum bílum og hefur lengi átt Nissan GT-R bíl sem er 2,9 sekúndur í hundraðið. Bolt nær sjálfur um það bil 45 kílómetra hraða og verður að láta það duga á hlaupabrautinni og hefur runnið hundrað metra skeiðið best á 9,58 sekúndum og á heimsmetið fyrir vikið. Bolt á nú orðið vænt bílasafn sem samanstendur nú meðal annars af tveimur BMW bílum, Nissan GT-R, en sá nýjasti er Ferrari California. Hann nær hundraðinu á 3,4 sekúndum með sína 450 hestafla V8 vél. Ekki kemur fram hvort Bolt hafi sjálfur pungað út fyrir Ferrari bílnum, eða hvort hann er gjöf frá bakhjörlum hans. Það felast því líklega nokkur fríðindi því að vera sprettharður. Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent
Það er líklega vel við hæfi að sprettharðasti maður heims, Usain Bolt, sé á spretthörðum bílum. Hann hefur reyndar lengi haft mikinn áhuga á hraðskreiðum bílum og hefur lengi átt Nissan GT-R bíl sem er 2,9 sekúndur í hundraðið. Bolt nær sjálfur um það bil 45 kílómetra hraða og verður að láta það duga á hlaupabrautinni og hefur runnið hundrað metra skeiðið best á 9,58 sekúndum og á heimsmetið fyrir vikið. Bolt á nú orðið vænt bílasafn sem samanstendur nú meðal annars af tveimur BMW bílum, Nissan GT-R, en sá nýjasti er Ferrari California. Hann nær hundraðinu á 3,4 sekúndum með sína 450 hestafla V8 vél. Ekki kemur fram hvort Bolt hafi sjálfur pungað út fyrir Ferrari bílnum, eða hvort hann er gjöf frá bakhjörlum hans. Það felast því líklega nokkur fríðindi því að vera sprettharður.
Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent