Sprettharður maður á spretthörðum bílum Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2013 14:45 Usain Bolt við nýja Ferrari California bíl sinn Það er líklega vel við hæfi að sprettharðasti maður heims, Usain Bolt, sé á spretthörðum bílum. Hann hefur reyndar lengi haft mikinn áhuga á hraðskreiðum bílum og hefur lengi átt Nissan GT-R bíl sem er 2,9 sekúndur í hundraðið. Bolt nær sjálfur um það bil 45 kílómetra hraða og verður að láta það duga á hlaupabrautinni og hefur runnið hundrað metra skeiðið best á 9,58 sekúndum og á heimsmetið fyrir vikið. Bolt á nú orðið vænt bílasafn sem samanstendur nú meðal annars af tveimur BMW bílum, Nissan GT-R, en sá nýjasti er Ferrari California. Hann nær hundraðinu á 3,4 sekúndum með sína 450 hestafla V8 vél. Ekki kemur fram hvort Bolt hafi sjálfur pungað út fyrir Ferrari bílnum, eða hvort hann er gjöf frá bakhjörlum hans. Það felast því líklega nokkur fríðindi því að vera sprettharður. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent
Það er líklega vel við hæfi að sprettharðasti maður heims, Usain Bolt, sé á spretthörðum bílum. Hann hefur reyndar lengi haft mikinn áhuga á hraðskreiðum bílum og hefur lengi átt Nissan GT-R bíl sem er 2,9 sekúndur í hundraðið. Bolt nær sjálfur um það bil 45 kílómetra hraða og verður að láta það duga á hlaupabrautinni og hefur runnið hundrað metra skeiðið best á 9,58 sekúndum og á heimsmetið fyrir vikið. Bolt á nú orðið vænt bílasafn sem samanstendur nú meðal annars af tveimur BMW bílum, Nissan GT-R, en sá nýjasti er Ferrari California. Hann nær hundraðinu á 3,4 sekúndum með sína 450 hestafla V8 vél. Ekki kemur fram hvort Bolt hafi sjálfur pungað út fyrir Ferrari bílnum, eða hvort hann er gjöf frá bakhjörlum hans. Það felast því líklega nokkur fríðindi því að vera sprettharður.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent