Ólafur Björn Loftsson og Signý Arnórsdóttir eru efst eftir fyrsta daginn á fimmta móti sumarsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi, Símamótinu, en mótið hófst á Leirdalsvelli í morgun. Þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambandsins.
Alls eru 63 kylfingar skráðir til leiks sem er heldur færri en venjulega. Þetta skýrist meðal annars á því að á sama tíma fer fram Íslandsmót höggleik í flokkum unglinga á Hólmsvelli í Leiru.
Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum lék best í karlaflokki í dag en hann lék Leirdalsvöll á 70 höggum eða einu undir pari. Í öðru sæti er Rúnar Arnórsson úr Golfklúbbnum Keili en Rúnar lék í dag á pari vallarins eða á 71 höggi.
Jafnir í þriðja til fjórða sæti eru þeir Guðjón Henning Hilmarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðarbæjar og Aron Snær Hákonarson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sem léku báðir á 72 höggum eða einu höggi yfir pari.
Í kvennaflokki er það Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili sem hefur forystu. Signý lék í dag á 72 höggum eða einu höggi yfir pari. Í öðru sæti er Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur en hún lék á 73 höggum í dag. Jafnar í þriðja til fjórða sæti eru síðan þær Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili.
Það verður ræst út á morgun frá kl 7:30 en hægt er að fylgjast með skori keppenda á golf.is/skor þar sem skor er uppfært á þriggja holu fresti.
Ólafur Björn og Signý í forystu á Símamótinu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn

„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn




Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs
Enski boltinn



Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn