Ættu að njóta góðs af álhringekju Goldman Sachs Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. júlí 2013 18:30 Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs er sakaður um að misnota álverð í heiminum og stýra eftirspurn með því að seinka afhendingartíma áls og flytja til áleiningar í vöruhúsum á gríðarstóru svæði í Detroit. Íslenskir álframleiðendur njóta góðs af þessu, þótt í litlum mæli sé, því þessir snúningar hækka heimsmarkaðsverð á áli. New York Times hefur afhjúpað hvernig bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hagnast á því að stýra álverði með því að geyma gríðarlegt magn málmsins í birgðageymslum í Detroit. Á hverjum degi fara stórir vörubílar og flytja birgðir af áli milli 27 vöruhúsa á sama svæðinu. Tvisvar til þrisvar sinnum á dag fara vörubílarnir sama hringinn. Þeir afferma í einu vöruhúsi og taka svo álfarm í öðru. Um ein og hálf milljón tonna af áli eða um fjórðungur allra álbirgða í heiminum er geymdur í vöruhúsunum í Detroit, sem er í eigu Metro International, dótturfélags Goldman Sachs. New York Times greinir frá því að þessi hringekja hafi verið hönnuð af Goldman Sachs til að hagnast á reglugerð um geymslu áls sem er sett af málmefnamarkaðnum í London, þ.e London Metal Exchange. Reglur girða fyrir kyrrstöðu álsins í vörugeymslunni og a.m.k. 3000 tonn af þessu áli þyrfti að flytja á degi hverjum. Það er hins vegar ekki flutt til viðskiptavina, heldur flutt milli vöruhúsa. Þannig kemst bandaríski bankinn hjá ákvæði í reglugerð um kyrrstöðu álsins. Hann færir það bara til á eigin svæði. Áður en Goldman Sachs keypti Metro International var meðal biðtími eftir áli viðskiptavina um sex vikur en hefur nú tuttugufaldast í rúmlega 16 mánuði. Lengri biðtími eftir afhendingu áls hefur hækkað heimsmarkaðsverð á áli þar sem geymslukostnaður er tekinn inn í verðmyndun. Þá hagnast Goldman Sachs líka um mismuninn því þeir eiga birgðageymslurnar. Áhrif til hækkunar óveruleg en þó má gera ráð fyrir að íslensku álframleiðendurnir, Alcan, Norðurál og Alcoa Fjarðaál hagnist eitthvað á þessu vegna áhrifanna á heimsmarkaðsverð. Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og sérfræðingur í auðlindalöggjöf, segir að svona aðferðafræði sé þekkt á hrávörumarkaðnum og hafi tíðkast frá því snemma á 9. áratug síðustu aldar þegar fjárfestingarbönkum á Wall Street var heimilað að fjárfesta í auknum mæli beint í hrávörubirgðum. Þannig séu dæmi um að stórbankar hafi keypt mikið magn hráolíu sem þeir kyrrsetji í ákveðinn tíma þangað til verðið fyrir olíuna sé orðið hagstætt. Þannig hámarki þeir hagnað sinn á þessum markaði. Talið er að þessi misnotkun Goldman Sachs á álverðinu hafi nú þegar kostað bandaríska neytendur samtals 5 milljarða dollara á síðustu þremur árum. Ástæðan er sú að gosdrykkjaframleiðendur og aðrir sem þurfa álið greiða hærra verð fyrir málminn sem skilar sér svo í hærra verði til neytenda. Þessu tengt: Ósennilegt að álver rísi hér á næstu árum.Úr vöruhúsi Alcoa á Ítalíu.Mynd/AFP Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs er sakaður um að misnota álverð í heiminum og stýra eftirspurn með því að seinka afhendingartíma áls og flytja til áleiningar í vöruhúsum á gríðarstóru svæði í Detroit. Íslenskir álframleiðendur njóta góðs af þessu, þótt í litlum mæli sé, því þessir snúningar hækka heimsmarkaðsverð á áli. New York Times hefur afhjúpað hvernig bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hagnast á því að stýra álverði með því að geyma gríðarlegt magn málmsins í birgðageymslum í Detroit. Á hverjum degi fara stórir vörubílar og flytja birgðir af áli milli 27 vöruhúsa á sama svæðinu. Tvisvar til þrisvar sinnum á dag fara vörubílarnir sama hringinn. Þeir afferma í einu vöruhúsi og taka svo álfarm í öðru. Um ein og hálf milljón tonna af áli eða um fjórðungur allra álbirgða í heiminum er geymdur í vöruhúsunum í Detroit, sem er í eigu Metro International, dótturfélags Goldman Sachs. New York Times greinir frá því að þessi hringekja hafi verið hönnuð af Goldman Sachs til að hagnast á reglugerð um geymslu áls sem er sett af málmefnamarkaðnum í London, þ.e London Metal Exchange. Reglur girða fyrir kyrrstöðu álsins í vörugeymslunni og a.m.k. 3000 tonn af þessu áli þyrfti að flytja á degi hverjum. Það er hins vegar ekki flutt til viðskiptavina, heldur flutt milli vöruhúsa. Þannig kemst bandaríski bankinn hjá ákvæði í reglugerð um kyrrstöðu álsins. Hann færir það bara til á eigin svæði. Áður en Goldman Sachs keypti Metro International var meðal biðtími eftir áli viðskiptavina um sex vikur en hefur nú tuttugufaldast í rúmlega 16 mánuði. Lengri biðtími eftir afhendingu áls hefur hækkað heimsmarkaðsverð á áli þar sem geymslukostnaður er tekinn inn í verðmyndun. Þá hagnast Goldman Sachs líka um mismuninn því þeir eiga birgðageymslurnar. Áhrif til hækkunar óveruleg en þó má gera ráð fyrir að íslensku álframleiðendurnir, Alcan, Norðurál og Alcoa Fjarðaál hagnist eitthvað á þessu vegna áhrifanna á heimsmarkaðsverð. Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og sérfræðingur í auðlindalöggjöf, segir að svona aðferðafræði sé þekkt á hrávörumarkaðnum og hafi tíðkast frá því snemma á 9. áratug síðustu aldar þegar fjárfestingarbönkum á Wall Street var heimilað að fjárfesta í auknum mæli beint í hrávörubirgðum. Þannig séu dæmi um að stórbankar hafi keypt mikið magn hráolíu sem þeir kyrrsetji í ákveðinn tíma þangað til verðið fyrir olíuna sé orðið hagstætt. Þannig hámarki þeir hagnað sinn á þessum markaði. Talið er að þessi misnotkun Goldman Sachs á álverðinu hafi nú þegar kostað bandaríska neytendur samtals 5 milljarða dollara á síðustu þremur árum. Ástæðan er sú að gosdrykkjaframleiðendur og aðrir sem þurfa álið greiða hærra verð fyrir málminn sem skilar sér svo í hærra verði til neytenda. Þessu tengt: Ósennilegt að álver rísi hér á næstu árum.Úr vöruhúsi Alcoa á Ítalíu.Mynd/AFP
Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira