Ættu að njóta góðs af álhringekju Goldman Sachs Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. júlí 2013 18:30 Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs er sakaður um að misnota álverð í heiminum og stýra eftirspurn með því að seinka afhendingartíma áls og flytja til áleiningar í vöruhúsum á gríðarstóru svæði í Detroit. Íslenskir álframleiðendur njóta góðs af þessu, þótt í litlum mæli sé, því þessir snúningar hækka heimsmarkaðsverð á áli. New York Times hefur afhjúpað hvernig bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hagnast á því að stýra álverði með því að geyma gríðarlegt magn málmsins í birgðageymslum í Detroit. Á hverjum degi fara stórir vörubílar og flytja birgðir af áli milli 27 vöruhúsa á sama svæðinu. Tvisvar til þrisvar sinnum á dag fara vörubílarnir sama hringinn. Þeir afferma í einu vöruhúsi og taka svo álfarm í öðru. Um ein og hálf milljón tonna af áli eða um fjórðungur allra álbirgða í heiminum er geymdur í vöruhúsunum í Detroit, sem er í eigu Metro International, dótturfélags Goldman Sachs. New York Times greinir frá því að þessi hringekja hafi verið hönnuð af Goldman Sachs til að hagnast á reglugerð um geymslu áls sem er sett af málmefnamarkaðnum í London, þ.e London Metal Exchange. Reglur girða fyrir kyrrstöðu álsins í vörugeymslunni og a.m.k. 3000 tonn af þessu áli þyrfti að flytja á degi hverjum. Það er hins vegar ekki flutt til viðskiptavina, heldur flutt milli vöruhúsa. Þannig kemst bandaríski bankinn hjá ákvæði í reglugerð um kyrrstöðu álsins. Hann færir það bara til á eigin svæði. Áður en Goldman Sachs keypti Metro International var meðal biðtími eftir áli viðskiptavina um sex vikur en hefur nú tuttugufaldast í rúmlega 16 mánuði. Lengri biðtími eftir afhendingu áls hefur hækkað heimsmarkaðsverð á áli þar sem geymslukostnaður er tekinn inn í verðmyndun. Þá hagnast Goldman Sachs líka um mismuninn því þeir eiga birgðageymslurnar. Áhrif til hækkunar óveruleg en þó má gera ráð fyrir að íslensku álframleiðendurnir, Alcan, Norðurál og Alcoa Fjarðaál hagnist eitthvað á þessu vegna áhrifanna á heimsmarkaðsverð. Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og sérfræðingur í auðlindalöggjöf, segir að svona aðferðafræði sé þekkt á hrávörumarkaðnum og hafi tíðkast frá því snemma á 9. áratug síðustu aldar þegar fjárfestingarbönkum á Wall Street var heimilað að fjárfesta í auknum mæli beint í hrávörubirgðum. Þannig séu dæmi um að stórbankar hafi keypt mikið magn hráolíu sem þeir kyrrsetji í ákveðinn tíma þangað til verðið fyrir olíuna sé orðið hagstætt. Þannig hámarki þeir hagnað sinn á þessum markaði. Talið er að þessi misnotkun Goldman Sachs á álverðinu hafi nú þegar kostað bandaríska neytendur samtals 5 milljarða dollara á síðustu þremur árum. Ástæðan er sú að gosdrykkjaframleiðendur og aðrir sem þurfa álið greiða hærra verð fyrir málminn sem skilar sér svo í hærra verði til neytenda. Þessu tengt: Ósennilegt að álver rísi hér á næstu árum.Úr vöruhúsi Alcoa á Ítalíu.Mynd/AFP Mest lesið „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Fleiri fréttir Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Sjá meira
Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs er sakaður um að misnota álverð í heiminum og stýra eftirspurn með því að seinka afhendingartíma áls og flytja til áleiningar í vöruhúsum á gríðarstóru svæði í Detroit. Íslenskir álframleiðendur njóta góðs af þessu, þótt í litlum mæli sé, því þessir snúningar hækka heimsmarkaðsverð á áli. New York Times hefur afhjúpað hvernig bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hagnast á því að stýra álverði með því að geyma gríðarlegt magn málmsins í birgðageymslum í Detroit. Á hverjum degi fara stórir vörubílar og flytja birgðir af áli milli 27 vöruhúsa á sama svæðinu. Tvisvar til þrisvar sinnum á dag fara vörubílarnir sama hringinn. Þeir afferma í einu vöruhúsi og taka svo álfarm í öðru. Um ein og hálf milljón tonna af áli eða um fjórðungur allra álbirgða í heiminum er geymdur í vöruhúsunum í Detroit, sem er í eigu Metro International, dótturfélags Goldman Sachs. New York Times greinir frá því að þessi hringekja hafi verið hönnuð af Goldman Sachs til að hagnast á reglugerð um geymslu áls sem er sett af málmefnamarkaðnum í London, þ.e London Metal Exchange. Reglur girða fyrir kyrrstöðu álsins í vörugeymslunni og a.m.k. 3000 tonn af þessu áli þyrfti að flytja á degi hverjum. Það er hins vegar ekki flutt til viðskiptavina, heldur flutt milli vöruhúsa. Þannig kemst bandaríski bankinn hjá ákvæði í reglugerð um kyrrstöðu álsins. Hann færir það bara til á eigin svæði. Áður en Goldman Sachs keypti Metro International var meðal biðtími eftir áli viðskiptavina um sex vikur en hefur nú tuttugufaldast í rúmlega 16 mánuði. Lengri biðtími eftir afhendingu áls hefur hækkað heimsmarkaðsverð á áli þar sem geymslukostnaður er tekinn inn í verðmyndun. Þá hagnast Goldman Sachs líka um mismuninn því þeir eiga birgðageymslurnar. Áhrif til hækkunar óveruleg en þó má gera ráð fyrir að íslensku álframleiðendurnir, Alcan, Norðurál og Alcoa Fjarðaál hagnist eitthvað á þessu vegna áhrifanna á heimsmarkaðsverð. Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og sérfræðingur í auðlindalöggjöf, segir að svona aðferðafræði sé þekkt á hrávörumarkaðnum og hafi tíðkast frá því snemma á 9. áratug síðustu aldar þegar fjárfestingarbönkum á Wall Street var heimilað að fjárfesta í auknum mæli beint í hrávörubirgðum. Þannig séu dæmi um að stórbankar hafi keypt mikið magn hráolíu sem þeir kyrrsetji í ákveðinn tíma þangað til verðið fyrir olíuna sé orðið hagstætt. Þannig hámarki þeir hagnað sinn á þessum markaði. Talið er að þessi misnotkun Goldman Sachs á álverðinu hafi nú þegar kostað bandaríska neytendur samtals 5 milljarða dollara á síðustu þremur árum. Ástæðan er sú að gosdrykkjaframleiðendur og aðrir sem þurfa álið greiða hærra verð fyrir málminn sem skilar sér svo í hærra verði til neytenda. Þessu tengt: Ósennilegt að álver rísi hér á næstu árum.Úr vöruhúsi Alcoa á Ítalíu.Mynd/AFP
Mest lesið „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Fleiri fréttir Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent