"Druslumst" til að taka afstöðu Sigþrúður Guðmundsdóttir skrifar 26. júlí 2013 23:45 Við konur erum aldar upp við ýmsar leiðbeiningar um hegðun sem á að draga úr líkum á því að karlar beiti okkur ofbeldi. Við eigum sérstaklega að passa okkur utandyra og á ókunnugum slóðum, ekki vera einar á ferli eftir að skyggja tekur en heldur ekki þiggja fylgd ókunnugs manns. Við skulum forðast að klæða okkur á þann hátt að það gæti misskilist sem auglýsing eftir kynferðislegri athygli og kynlífi, ekki verða of drukknar, ekki kærulausar, ekki daðra eða gefa í skyn að við séum með kynlíf í huga ef við erum það ekki og alls ekki skipta um skoðun á því hvort við séum með kynlíf í huga hafi það verið raunin. Með þessum ráðleggingum er sjálfsagt ekki meðvitað verið að segja okkur að beiti einhver okkur ofbeldi við einhverjar af ofangreindum aðstæðum þá getum við sjálfum okkur um kennt. Staðreyndin er samt sú að séum við beittar ofbeldi við einhverjar af ofangreindum aðstæðum þá kennum við okkur sjálfum okkur um. Þannig er það bara, skömmin og sektarkennd sem fylgja kynbundu ofbeldi sitja hjá brotaþolunum í stað sjálfsagðar og réttlátrar reiði. Líka núna árið 2013 þegar við ættum að vera komin svo miklu lengra og þegar við vitum fullvel að líklegast er að kona sé beitt ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka og ef ekki þá allavega af hendi einhvers sem hún þekkir. Ofbeldi í nánum samböndum snýst um að snúa við raunveruleikanum, afskræma það sem á að vera fallegt; ástina, heimilið, kynlífið og hjónabandið. Það byggir á fáránleika, mótsögnum og misvísandi skilaboðum. Það felur í sér að heggur sá sem hlífa skyldi, orð sem særa og niðurrif sjálfsmyndar. Það snýst um völd. Það snýst um það að á ári hverju flýja hundruð kvenna og barna á Íslandi heimili sín vegna þess að einhver nákominn hefur gert þeim dvöl heima óbærilega. Sumar þeirra leita í Kvennaathvarfið en aðrar eru svo heppnar að eiga ættingja eða vini sem geta skotið yfir þær skjólshúsi. Obeldi í nánum samböndum snýst nefnilega líka um að rífa upp rætur, byggja múra milli fólks, á milli þeirra sem þurfa stuðning og þeirra sem hugsanlega gætu veitt hann. Það snýst um að vera beitt, eða beittur órétti en taka á sig sökina. Það snýst um að vera brotaþoli en bera samt skömmina af brotinu. Viðbrögð samfélagsins og okkar allra við ofbeldi í nánum samböndum eru stundum býsna viðsnúin. Þau snúast oft um að þora ekki að spyrja, kunna ekki við að blanda sér í einkamál annarra, að trúa ekki því sem við heyrum og sjáum. Jafnvel að leita skýringa á ofbeldinu í fari brotaþola. Að líta í aðra átt og þegja þegar við ættum að tala. Þó við ætlum einmitt að segja ekki neitt þá segir þögn okkar ofbeldismanninum að framkoma hans sé ásættanleg. Þögnin segir brotaþolum að þeir verði að bjarga sér sjálfir, að það sé ekki á okkur að treysta. Þetta er hreint ekki það sem okkur finnst en það skiptir ekki öllu máli ef við segjum ekki neitt, við tökum samt afstöðu. Ekki endilega af illum hug eða af samstöðu með ofbeldismönnum heldur kúrum við okkur niður í þægindarammann og skýlum okkur á bak við viðtekin viðhorf. Druslugangan minnir okkur á að ábyrgð kynferðisglæpa liggur ekki hjá brotaþolum. Henni er ætlað að vinna gegn ríkjandi viðhorfum og hrista svolítið upp í okkur. Stundum þurfum við einmitt það, að hrista af okkur viðtekin viðhorf. Minna okkur á að ekki er allt sem sýnist og að oft lýgur almannarómur. „Druslumst“ til að hugsa um það og sjáum hvert það leiðir okkur.Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarfDruslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Við konur erum aldar upp við ýmsar leiðbeiningar um hegðun sem á að draga úr líkum á því að karlar beiti okkur ofbeldi. Við eigum sérstaklega að passa okkur utandyra og á ókunnugum slóðum, ekki vera einar á ferli eftir að skyggja tekur en heldur ekki þiggja fylgd ókunnugs manns. Við skulum forðast að klæða okkur á þann hátt að það gæti misskilist sem auglýsing eftir kynferðislegri athygli og kynlífi, ekki verða of drukknar, ekki kærulausar, ekki daðra eða gefa í skyn að við séum með kynlíf í huga ef við erum það ekki og alls ekki skipta um skoðun á því hvort við séum með kynlíf í huga hafi það verið raunin. Með þessum ráðleggingum er sjálfsagt ekki meðvitað verið að segja okkur að beiti einhver okkur ofbeldi við einhverjar af ofangreindum aðstæðum þá getum við sjálfum okkur um kennt. Staðreyndin er samt sú að séum við beittar ofbeldi við einhverjar af ofangreindum aðstæðum þá kennum við okkur sjálfum okkur um. Þannig er það bara, skömmin og sektarkennd sem fylgja kynbundu ofbeldi sitja hjá brotaþolunum í stað sjálfsagðar og réttlátrar reiði. Líka núna árið 2013 þegar við ættum að vera komin svo miklu lengra og þegar við vitum fullvel að líklegast er að kona sé beitt ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka og ef ekki þá allavega af hendi einhvers sem hún þekkir. Ofbeldi í nánum samböndum snýst um að snúa við raunveruleikanum, afskræma það sem á að vera fallegt; ástina, heimilið, kynlífið og hjónabandið. Það byggir á fáránleika, mótsögnum og misvísandi skilaboðum. Það felur í sér að heggur sá sem hlífa skyldi, orð sem særa og niðurrif sjálfsmyndar. Það snýst um völd. Það snýst um það að á ári hverju flýja hundruð kvenna og barna á Íslandi heimili sín vegna þess að einhver nákominn hefur gert þeim dvöl heima óbærilega. Sumar þeirra leita í Kvennaathvarfið en aðrar eru svo heppnar að eiga ættingja eða vini sem geta skotið yfir þær skjólshúsi. Obeldi í nánum samböndum snýst nefnilega líka um að rífa upp rætur, byggja múra milli fólks, á milli þeirra sem þurfa stuðning og þeirra sem hugsanlega gætu veitt hann. Það snýst um að vera beitt, eða beittur órétti en taka á sig sökina. Það snýst um að vera brotaþoli en bera samt skömmina af brotinu. Viðbrögð samfélagsins og okkar allra við ofbeldi í nánum samböndum eru stundum býsna viðsnúin. Þau snúast oft um að þora ekki að spyrja, kunna ekki við að blanda sér í einkamál annarra, að trúa ekki því sem við heyrum og sjáum. Jafnvel að leita skýringa á ofbeldinu í fari brotaþola. Að líta í aðra átt og þegja þegar við ættum að tala. Þó við ætlum einmitt að segja ekki neitt þá segir þögn okkar ofbeldismanninum að framkoma hans sé ásættanleg. Þögnin segir brotaþolum að þeir verði að bjarga sér sjálfir, að það sé ekki á okkur að treysta. Þetta er hreint ekki það sem okkur finnst en það skiptir ekki öllu máli ef við segjum ekki neitt, við tökum samt afstöðu. Ekki endilega af illum hug eða af samstöðu með ofbeldismönnum heldur kúrum við okkur niður í þægindarammann og skýlum okkur á bak við viðtekin viðhorf. Druslugangan minnir okkur á að ábyrgð kynferðisglæpa liggur ekki hjá brotaþolum. Henni er ætlað að vinna gegn ríkjandi viðhorfum og hrista svolítið upp í okkur. Stundum þurfum við einmitt það, að hrista af okkur viðtekin viðhorf. Minna okkur á að ekki er allt sem sýnist og að oft lýgur almannarómur. „Druslumst“ til að hugsa um það og sjáum hvert það leiðir okkur.Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarfDruslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun