Rannsókn kynferðisbrota Eyrún Eyþórsdóttir skrifar 27. júlí 2013 02:00 Umfjallanir um kynferðisbrot hafa ítrekað sýnt fram á hversu lágt hlutfall kærðra kynferðisbrota enda með dómi. Tölfræðin er ógnvekjandi og það er ósanngjarnt að flestir þolendur kynferðisbrota þurfi að sætta sig við það að brot þeirra séu ekki viðurkennd innan kerfisins og að brotamaðurinn þurfi ekki að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Kynferðisbrot virðast mörg vera þess eðlis að erfitt er að sýna fram á sekt brotamannsins og orð á móti orði verður lokasvar kerfisins til þolenda. Það má segja að rýmið fyrir tilfinningar, líðan og sálrænar/andlegar afleiðingar brotaþola sé þröngt innan veggja laganna og kannski er hægt að varpa því fram hvort ákveðin lagahyggja ríki þegar kemur að rannsókn kynferðisbrota. Lögreglurannsókn getur leitt til þess að mál fái framgang innan kerfisins eða að rannsókn málsins verði hætt og málið þar með lagt niður. Það að aðeins lítill hluti kærða í kynferðisbrotamálum hljóti dóm segir mér að eitthvað er bogið við núverandi kerfi og lögreglan þarf að gera betur án þess þó að skerða lagalegan rétt þess aðila sem ásakaður er um kynferðisbrot og án þess að tapa hlutleysi sínu. Lögreglan getur lagt sitt á vogaskálarnar og stuðlað að umbótum í rannsóknum kynferðisbrota og ætti því ekki að láta sitt eftir liggja í að knýja fram á breytingar þannig að brotaþoli fái aukið vægi og í auknara mæli brotamenn axli ábyrgð á gjörðum sínum. Að mínu mati eru umbætur sem hér er tilgreindar nauðsynlegar til þess.Rannsókn kynferðisbrota ávallt forgangsmálFyrst og fremst er mikilvægt að rannsóknir kynferðisbrota verði ávallt í forgangi hjá lögreglu og að nægt fjármagn fari í þær rannsóknir/deildir. Það er brýnt að tryggja algeran aðskilað rannsókna kynferðisbrota frá rannsóknum annarra brota í það minnsta í stærri embættum. Erilsemi í rannsókn brota sem flokkast veigameiri en kynferðisbrot á ekki að lengja rannsóknartíma kynferðisbrota.Menntun og þjálfunMenntun og þjálfun lögreglumanna sem starfa við rannsóknir kynferðisbrota er í engu samræmi við ábyrgðarhlutverkið. Mjög lítil kennsla er í Lögregluskóla ríkissins um rannsóknir kynferðisbrota. Í lögregluskólanum er ekki kennd sálfræði nema að litlu leyti, ekki félagsfræði né önnur samfélagsleg fræðsla. Rannsóknir hafa margar hverjar sýnt fram á það að einstaklingar sem verða fyrir kynferðisofbeldi eiga á meiri hættu en aðrir að verða fyrir slíku ofbeldi að nýju. Þá hafa rannsóknir jafnframt sýnt fram á að ákveðnir hópar eru í meiri áhættu að verða fyrir kynferðisofbeldi en aðrir. Nám í Lögregluskóla ríkisins er á framhaldsskólastigi og þar eru fræðilegar rannsóknir sem fjalla um kynferðisbrot ekki til umfjöllunnar. Aukinn menntun lögreglumanna á þessu sviði gæti því stuðlað að betri verkhæfni og umbótum í rannsóknum kynferðisbrota. Það ætti ávallt að tryggja að í kynferðisbrotadeild starfi aðeins sérhæft og vel menntað lögreglufólk sem væri tryggð endurmenntun og kostur á aukinni sérhæfingu. Starfsfólk sem fengi bæði góðan grunn úr lögregluskólanámi sínu en ekki síður þjálfun og menntun þegar það hefur störf við rannsóknir kynferðisbrota. Þá er nauðsynlegt að viðhalda góðum anda meðal lögreglumanna sem starfa við þennan erfiða málaflokk. Embættin þurfa að vera vel á verði þegar lögreglumenn eru farnir að sýna merki „burn out“ og koma til móts við þá sem fyrst.SamvinnaLögreglan ætti að starfa í nánum samskiptum við grasrótarsamtök sem starfa í þágu brotaþola og gerenda. Aukin samvinna á þeim vettvangi getur haft mikið forvarnargildi og mögulega komið í veg fyrir síbrot gerenda. Slík samvinna tíðkast erlendis. Samvinnu á milli lögregluembætta væri mikilvæg þannig að hægt væri að draga lærdóm af þeim málum sem rannsökuð eru staðbundið og lögreglumenn sem starfa við málaflokkinn geti miðlað sín á milli góðri praktík. Þetta væri sérstaklega mikilvægt fyrir lögreglumenn sem starfa í smærri embættum og fá ekki mörg kynferðisbrotamál inn á borð til sín til rannsóknar. Þá þarf verulega að efla forvarnarhlutverk lögreglunnar þegar kemur að kynferðisbrotum enda er það nánast ekki til staðar í dag þrátt fyrir lögbundið hlutverk lögreglu á því sviði.Nútímalegri vinnubrögð og starfsumhverfiÞað væri mikilvægt að byrja notast við greiningartækni, tölfræði, mats- og áætlunargerð við rannsóknir í málaflokknum auk þess sem tölvukunnátta þarf að vera mikil. Í flóknu nútímasamfélagi dugar ekki til að byggja á innsæi og reynslu félaganna heldur verður þekkingin að byggjast á faglegri grunni. Þá þyrfti kynferðisbrotadeildin að vera fólki aðgengilegri til dæmis með heimasíðu þar sem allar upplýsingar er að finna fyrir bæði brotaþola og gerendur. Jafnframt afhenda brotaþolum bækling við fyrstu skýrslutöku/viðtal með helstu upplýsingum um rannsókn slíkra mála og mögulegan framgang þeirra í kerfinu. Með þessu, auk samvinnu við grasrótarsamtök, eykst tiltrú brotaþola til lögreglunnar og það verður auðveldara fyrir þá að stiga þau erfiðu skref að kæra kynferðisbrot. Hérlendis er brotaþolum ekki boðið upp á að velja hvort karlkyns eða kvenkyns lögreglumaður taki af þeim skýrslu þrátt fyrir að rannsóknir hafi ítrekað sýnt fram á það að flestir brotaþolar vilja hafa þetta val. Það væri framfaraspor að breyta þessu hérlendis. Þá er einnig verulegur skortur á lögreglumönnum sem fengið hafa þjálfun til að taka skýrslu af börnum og hefur engin lögreglukona hlotið slíka þjálfun.Sérfræðingar við hlið lögreglumanna.... ef engar breytingar verða á menntun?Að undanförnu hefur lögreglan í auknara mæli ráðið til sín sérfræðinga til starfa og þá þróun má glögglega sjá á embætti sérstaks saksóknara. Þar voru ráðnir inn viðskiptafræðingar og aðrir sem hafa aukna þekkingu á fjármálagjörningum umfram lögreglumenn sem litla slíka þjálfun fá í námi sínu. Ástæðan hlýtur að vera sú að lögreglumenntunin er ekki næganlegur þekkingagrunnur fyrir flókna fjármálagjörninga. Þrátt fyrir það að ég sé á móti slíkri þróun en með færslu lögreglumenntunar upp á háskólastig má velta því fyrir sér hvort ekki sé full ástæða til að ráða sérfræðinga til starfa við rannsóknir kynferðisbrota á meðan óvíst er með hvort menntun lögreglumanna verði aukin. Það er einlæg trú mín að lögreglan getur gert miklu betra starf í rannsóknum kynferðisbrota með því aðeins að hækka menntunarstaðall, auka þjálfun og endurmenntun. Jafnframt með því að setja málaflokkinn í forgang og færa starfsemina í nútímalegra horf. Á meðan lögreglumenn reiða sig á tilfinningu og reynslu reyndari félaga í stað góðrar grunnmenntunar/þjálfunar á sviðinu mun lítið breytast er varðar rannsóknir kynferðisbrota. Höf: Eyrún Eyþórsdóttir mann- og félagsfræðingur sem starfar við rannsóknir kynferðisbrota.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Umfjallanir um kynferðisbrot hafa ítrekað sýnt fram á hversu lágt hlutfall kærðra kynferðisbrota enda með dómi. Tölfræðin er ógnvekjandi og það er ósanngjarnt að flestir þolendur kynferðisbrota þurfi að sætta sig við það að brot þeirra séu ekki viðurkennd innan kerfisins og að brotamaðurinn þurfi ekki að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Kynferðisbrot virðast mörg vera þess eðlis að erfitt er að sýna fram á sekt brotamannsins og orð á móti orði verður lokasvar kerfisins til þolenda. Það má segja að rýmið fyrir tilfinningar, líðan og sálrænar/andlegar afleiðingar brotaþola sé þröngt innan veggja laganna og kannski er hægt að varpa því fram hvort ákveðin lagahyggja ríki þegar kemur að rannsókn kynferðisbrota. Lögreglurannsókn getur leitt til þess að mál fái framgang innan kerfisins eða að rannsókn málsins verði hætt og málið þar með lagt niður. Það að aðeins lítill hluti kærða í kynferðisbrotamálum hljóti dóm segir mér að eitthvað er bogið við núverandi kerfi og lögreglan þarf að gera betur án þess þó að skerða lagalegan rétt þess aðila sem ásakaður er um kynferðisbrot og án þess að tapa hlutleysi sínu. Lögreglan getur lagt sitt á vogaskálarnar og stuðlað að umbótum í rannsóknum kynferðisbrota og ætti því ekki að láta sitt eftir liggja í að knýja fram á breytingar þannig að brotaþoli fái aukið vægi og í auknara mæli brotamenn axli ábyrgð á gjörðum sínum. Að mínu mati eru umbætur sem hér er tilgreindar nauðsynlegar til þess.Rannsókn kynferðisbrota ávallt forgangsmálFyrst og fremst er mikilvægt að rannsóknir kynferðisbrota verði ávallt í forgangi hjá lögreglu og að nægt fjármagn fari í þær rannsóknir/deildir. Það er brýnt að tryggja algeran aðskilað rannsókna kynferðisbrota frá rannsóknum annarra brota í það minnsta í stærri embættum. Erilsemi í rannsókn brota sem flokkast veigameiri en kynferðisbrot á ekki að lengja rannsóknartíma kynferðisbrota.Menntun og þjálfunMenntun og þjálfun lögreglumanna sem starfa við rannsóknir kynferðisbrota er í engu samræmi við ábyrgðarhlutverkið. Mjög lítil kennsla er í Lögregluskóla ríkissins um rannsóknir kynferðisbrota. Í lögregluskólanum er ekki kennd sálfræði nema að litlu leyti, ekki félagsfræði né önnur samfélagsleg fræðsla. Rannsóknir hafa margar hverjar sýnt fram á það að einstaklingar sem verða fyrir kynferðisofbeldi eiga á meiri hættu en aðrir að verða fyrir slíku ofbeldi að nýju. Þá hafa rannsóknir jafnframt sýnt fram á að ákveðnir hópar eru í meiri áhættu að verða fyrir kynferðisofbeldi en aðrir. Nám í Lögregluskóla ríkisins er á framhaldsskólastigi og þar eru fræðilegar rannsóknir sem fjalla um kynferðisbrot ekki til umfjöllunnar. Aukinn menntun lögreglumanna á þessu sviði gæti því stuðlað að betri verkhæfni og umbótum í rannsóknum kynferðisbrota. Það ætti ávallt að tryggja að í kynferðisbrotadeild starfi aðeins sérhæft og vel menntað lögreglufólk sem væri tryggð endurmenntun og kostur á aukinni sérhæfingu. Starfsfólk sem fengi bæði góðan grunn úr lögregluskólanámi sínu en ekki síður þjálfun og menntun þegar það hefur störf við rannsóknir kynferðisbrota. Þá er nauðsynlegt að viðhalda góðum anda meðal lögreglumanna sem starfa við þennan erfiða málaflokk. Embættin þurfa að vera vel á verði þegar lögreglumenn eru farnir að sýna merki „burn out“ og koma til móts við þá sem fyrst.SamvinnaLögreglan ætti að starfa í nánum samskiptum við grasrótarsamtök sem starfa í þágu brotaþola og gerenda. Aukin samvinna á þeim vettvangi getur haft mikið forvarnargildi og mögulega komið í veg fyrir síbrot gerenda. Slík samvinna tíðkast erlendis. Samvinnu á milli lögregluembætta væri mikilvæg þannig að hægt væri að draga lærdóm af þeim málum sem rannsökuð eru staðbundið og lögreglumenn sem starfa við málaflokkinn geti miðlað sín á milli góðri praktík. Þetta væri sérstaklega mikilvægt fyrir lögreglumenn sem starfa í smærri embættum og fá ekki mörg kynferðisbrotamál inn á borð til sín til rannsóknar. Þá þarf verulega að efla forvarnarhlutverk lögreglunnar þegar kemur að kynferðisbrotum enda er það nánast ekki til staðar í dag þrátt fyrir lögbundið hlutverk lögreglu á því sviði.Nútímalegri vinnubrögð og starfsumhverfiÞað væri mikilvægt að byrja notast við greiningartækni, tölfræði, mats- og áætlunargerð við rannsóknir í málaflokknum auk þess sem tölvukunnátta þarf að vera mikil. Í flóknu nútímasamfélagi dugar ekki til að byggja á innsæi og reynslu félaganna heldur verður þekkingin að byggjast á faglegri grunni. Þá þyrfti kynferðisbrotadeildin að vera fólki aðgengilegri til dæmis með heimasíðu þar sem allar upplýsingar er að finna fyrir bæði brotaþola og gerendur. Jafnframt afhenda brotaþolum bækling við fyrstu skýrslutöku/viðtal með helstu upplýsingum um rannsókn slíkra mála og mögulegan framgang þeirra í kerfinu. Með þessu, auk samvinnu við grasrótarsamtök, eykst tiltrú brotaþola til lögreglunnar og það verður auðveldara fyrir þá að stiga þau erfiðu skref að kæra kynferðisbrot. Hérlendis er brotaþolum ekki boðið upp á að velja hvort karlkyns eða kvenkyns lögreglumaður taki af þeim skýrslu þrátt fyrir að rannsóknir hafi ítrekað sýnt fram á það að flestir brotaþolar vilja hafa þetta val. Það væri framfaraspor að breyta þessu hérlendis. Þá er einnig verulegur skortur á lögreglumönnum sem fengið hafa þjálfun til að taka skýrslu af börnum og hefur engin lögreglukona hlotið slíka þjálfun.Sérfræðingar við hlið lögreglumanna.... ef engar breytingar verða á menntun?Að undanförnu hefur lögreglan í auknara mæli ráðið til sín sérfræðinga til starfa og þá þróun má glögglega sjá á embætti sérstaks saksóknara. Þar voru ráðnir inn viðskiptafræðingar og aðrir sem hafa aukna þekkingu á fjármálagjörningum umfram lögreglumenn sem litla slíka þjálfun fá í námi sínu. Ástæðan hlýtur að vera sú að lögreglumenntunin er ekki næganlegur þekkingagrunnur fyrir flókna fjármálagjörninga. Þrátt fyrir það að ég sé á móti slíkri þróun en með færslu lögreglumenntunar upp á háskólastig má velta því fyrir sér hvort ekki sé full ástæða til að ráða sérfræðinga til starfa við rannsóknir kynferðisbrota á meðan óvíst er með hvort menntun lögreglumanna verði aukin. Það er einlæg trú mín að lögreglan getur gert miklu betra starf í rannsóknum kynferðisbrota með því aðeins að hækka menntunarstaðall, auka þjálfun og endurmenntun. Jafnframt með því að setja málaflokkinn í forgang og færa starfsemina í nútímalegra horf. Á meðan lögreglumenn reiða sig á tilfinningu og reynslu reyndari félaga í stað góðrar grunnmenntunar/þjálfunar á sviðinu mun lítið breytast er varðar rannsóknir kynferðisbrota. Höf: Eyrún Eyþórsdóttir mann- og félagsfræðingur sem starfar við rannsóknir kynferðisbrota.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun