Rannsókn kynferðisbrota Eyrún Eyþórsdóttir skrifar 27. júlí 2013 02:00 Umfjallanir um kynferðisbrot hafa ítrekað sýnt fram á hversu lágt hlutfall kærðra kynferðisbrota enda með dómi. Tölfræðin er ógnvekjandi og það er ósanngjarnt að flestir þolendur kynferðisbrota þurfi að sætta sig við það að brot þeirra séu ekki viðurkennd innan kerfisins og að brotamaðurinn þurfi ekki að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Kynferðisbrot virðast mörg vera þess eðlis að erfitt er að sýna fram á sekt brotamannsins og orð á móti orði verður lokasvar kerfisins til þolenda. Það má segja að rýmið fyrir tilfinningar, líðan og sálrænar/andlegar afleiðingar brotaþola sé þröngt innan veggja laganna og kannski er hægt að varpa því fram hvort ákveðin lagahyggja ríki þegar kemur að rannsókn kynferðisbrota. Lögreglurannsókn getur leitt til þess að mál fái framgang innan kerfisins eða að rannsókn málsins verði hætt og málið þar með lagt niður. Það að aðeins lítill hluti kærða í kynferðisbrotamálum hljóti dóm segir mér að eitthvað er bogið við núverandi kerfi og lögreglan þarf að gera betur án þess þó að skerða lagalegan rétt þess aðila sem ásakaður er um kynferðisbrot og án þess að tapa hlutleysi sínu. Lögreglan getur lagt sitt á vogaskálarnar og stuðlað að umbótum í rannsóknum kynferðisbrota og ætti því ekki að láta sitt eftir liggja í að knýja fram á breytingar þannig að brotaþoli fái aukið vægi og í auknara mæli brotamenn axli ábyrgð á gjörðum sínum. Að mínu mati eru umbætur sem hér er tilgreindar nauðsynlegar til þess.Rannsókn kynferðisbrota ávallt forgangsmálFyrst og fremst er mikilvægt að rannsóknir kynferðisbrota verði ávallt í forgangi hjá lögreglu og að nægt fjármagn fari í þær rannsóknir/deildir. Það er brýnt að tryggja algeran aðskilað rannsókna kynferðisbrota frá rannsóknum annarra brota í það minnsta í stærri embættum. Erilsemi í rannsókn brota sem flokkast veigameiri en kynferðisbrot á ekki að lengja rannsóknartíma kynferðisbrota.Menntun og þjálfunMenntun og þjálfun lögreglumanna sem starfa við rannsóknir kynferðisbrota er í engu samræmi við ábyrgðarhlutverkið. Mjög lítil kennsla er í Lögregluskóla ríkissins um rannsóknir kynferðisbrota. Í lögregluskólanum er ekki kennd sálfræði nema að litlu leyti, ekki félagsfræði né önnur samfélagsleg fræðsla. Rannsóknir hafa margar hverjar sýnt fram á það að einstaklingar sem verða fyrir kynferðisofbeldi eiga á meiri hættu en aðrir að verða fyrir slíku ofbeldi að nýju. Þá hafa rannsóknir jafnframt sýnt fram á að ákveðnir hópar eru í meiri áhættu að verða fyrir kynferðisofbeldi en aðrir. Nám í Lögregluskóla ríkisins er á framhaldsskólastigi og þar eru fræðilegar rannsóknir sem fjalla um kynferðisbrot ekki til umfjöllunnar. Aukinn menntun lögreglumanna á þessu sviði gæti því stuðlað að betri verkhæfni og umbótum í rannsóknum kynferðisbrota. Það ætti ávallt að tryggja að í kynferðisbrotadeild starfi aðeins sérhæft og vel menntað lögreglufólk sem væri tryggð endurmenntun og kostur á aukinni sérhæfingu. Starfsfólk sem fengi bæði góðan grunn úr lögregluskólanámi sínu en ekki síður þjálfun og menntun þegar það hefur störf við rannsóknir kynferðisbrota. Þá er nauðsynlegt að viðhalda góðum anda meðal lögreglumanna sem starfa við þennan erfiða málaflokk. Embættin þurfa að vera vel á verði þegar lögreglumenn eru farnir að sýna merki „burn out“ og koma til móts við þá sem fyrst.SamvinnaLögreglan ætti að starfa í nánum samskiptum við grasrótarsamtök sem starfa í þágu brotaþola og gerenda. Aukin samvinna á þeim vettvangi getur haft mikið forvarnargildi og mögulega komið í veg fyrir síbrot gerenda. Slík samvinna tíðkast erlendis. Samvinnu á milli lögregluembætta væri mikilvæg þannig að hægt væri að draga lærdóm af þeim málum sem rannsökuð eru staðbundið og lögreglumenn sem starfa við málaflokkinn geti miðlað sín á milli góðri praktík. Þetta væri sérstaklega mikilvægt fyrir lögreglumenn sem starfa í smærri embættum og fá ekki mörg kynferðisbrotamál inn á borð til sín til rannsóknar. Þá þarf verulega að efla forvarnarhlutverk lögreglunnar þegar kemur að kynferðisbrotum enda er það nánast ekki til staðar í dag þrátt fyrir lögbundið hlutverk lögreglu á því sviði.Nútímalegri vinnubrögð og starfsumhverfiÞað væri mikilvægt að byrja notast við greiningartækni, tölfræði, mats- og áætlunargerð við rannsóknir í málaflokknum auk þess sem tölvukunnátta þarf að vera mikil. Í flóknu nútímasamfélagi dugar ekki til að byggja á innsæi og reynslu félaganna heldur verður þekkingin að byggjast á faglegri grunni. Þá þyrfti kynferðisbrotadeildin að vera fólki aðgengilegri til dæmis með heimasíðu þar sem allar upplýsingar er að finna fyrir bæði brotaþola og gerendur. Jafnframt afhenda brotaþolum bækling við fyrstu skýrslutöku/viðtal með helstu upplýsingum um rannsókn slíkra mála og mögulegan framgang þeirra í kerfinu. Með þessu, auk samvinnu við grasrótarsamtök, eykst tiltrú brotaþola til lögreglunnar og það verður auðveldara fyrir þá að stiga þau erfiðu skref að kæra kynferðisbrot. Hérlendis er brotaþolum ekki boðið upp á að velja hvort karlkyns eða kvenkyns lögreglumaður taki af þeim skýrslu þrátt fyrir að rannsóknir hafi ítrekað sýnt fram á það að flestir brotaþolar vilja hafa þetta val. Það væri framfaraspor að breyta þessu hérlendis. Þá er einnig verulegur skortur á lögreglumönnum sem fengið hafa þjálfun til að taka skýrslu af börnum og hefur engin lögreglukona hlotið slíka þjálfun.Sérfræðingar við hlið lögreglumanna.... ef engar breytingar verða á menntun?Að undanförnu hefur lögreglan í auknara mæli ráðið til sín sérfræðinga til starfa og þá þróun má glögglega sjá á embætti sérstaks saksóknara. Þar voru ráðnir inn viðskiptafræðingar og aðrir sem hafa aukna þekkingu á fjármálagjörningum umfram lögreglumenn sem litla slíka þjálfun fá í námi sínu. Ástæðan hlýtur að vera sú að lögreglumenntunin er ekki næganlegur þekkingagrunnur fyrir flókna fjármálagjörninga. Þrátt fyrir það að ég sé á móti slíkri þróun en með færslu lögreglumenntunar upp á háskólastig má velta því fyrir sér hvort ekki sé full ástæða til að ráða sérfræðinga til starfa við rannsóknir kynferðisbrota á meðan óvíst er með hvort menntun lögreglumanna verði aukin. Það er einlæg trú mín að lögreglan getur gert miklu betra starf í rannsóknum kynferðisbrota með því aðeins að hækka menntunarstaðall, auka þjálfun og endurmenntun. Jafnframt með því að setja málaflokkinn í forgang og færa starfsemina í nútímalegra horf. Á meðan lögreglumenn reiða sig á tilfinningu og reynslu reyndari félaga í stað góðrar grunnmenntunar/þjálfunar á sviðinu mun lítið breytast er varðar rannsóknir kynferðisbrota. Höf: Eyrún Eyþórsdóttir mann- og félagsfræðingur sem starfar við rannsóknir kynferðisbrota.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Umfjallanir um kynferðisbrot hafa ítrekað sýnt fram á hversu lágt hlutfall kærðra kynferðisbrota enda með dómi. Tölfræðin er ógnvekjandi og það er ósanngjarnt að flestir þolendur kynferðisbrota þurfi að sætta sig við það að brot þeirra séu ekki viðurkennd innan kerfisins og að brotamaðurinn þurfi ekki að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Kynferðisbrot virðast mörg vera þess eðlis að erfitt er að sýna fram á sekt brotamannsins og orð á móti orði verður lokasvar kerfisins til þolenda. Það má segja að rýmið fyrir tilfinningar, líðan og sálrænar/andlegar afleiðingar brotaþola sé þröngt innan veggja laganna og kannski er hægt að varpa því fram hvort ákveðin lagahyggja ríki þegar kemur að rannsókn kynferðisbrota. Lögreglurannsókn getur leitt til þess að mál fái framgang innan kerfisins eða að rannsókn málsins verði hætt og málið þar með lagt niður. Það að aðeins lítill hluti kærða í kynferðisbrotamálum hljóti dóm segir mér að eitthvað er bogið við núverandi kerfi og lögreglan þarf að gera betur án þess þó að skerða lagalegan rétt þess aðila sem ásakaður er um kynferðisbrot og án þess að tapa hlutleysi sínu. Lögreglan getur lagt sitt á vogaskálarnar og stuðlað að umbótum í rannsóknum kynferðisbrota og ætti því ekki að láta sitt eftir liggja í að knýja fram á breytingar þannig að brotaþoli fái aukið vægi og í auknara mæli brotamenn axli ábyrgð á gjörðum sínum. Að mínu mati eru umbætur sem hér er tilgreindar nauðsynlegar til þess.Rannsókn kynferðisbrota ávallt forgangsmálFyrst og fremst er mikilvægt að rannsóknir kynferðisbrota verði ávallt í forgangi hjá lögreglu og að nægt fjármagn fari í þær rannsóknir/deildir. Það er brýnt að tryggja algeran aðskilað rannsókna kynferðisbrota frá rannsóknum annarra brota í það minnsta í stærri embættum. Erilsemi í rannsókn brota sem flokkast veigameiri en kynferðisbrot á ekki að lengja rannsóknartíma kynferðisbrota.Menntun og þjálfunMenntun og þjálfun lögreglumanna sem starfa við rannsóknir kynferðisbrota er í engu samræmi við ábyrgðarhlutverkið. Mjög lítil kennsla er í Lögregluskóla ríkissins um rannsóknir kynferðisbrota. Í lögregluskólanum er ekki kennd sálfræði nema að litlu leyti, ekki félagsfræði né önnur samfélagsleg fræðsla. Rannsóknir hafa margar hverjar sýnt fram á það að einstaklingar sem verða fyrir kynferðisofbeldi eiga á meiri hættu en aðrir að verða fyrir slíku ofbeldi að nýju. Þá hafa rannsóknir jafnframt sýnt fram á að ákveðnir hópar eru í meiri áhættu að verða fyrir kynferðisofbeldi en aðrir. Nám í Lögregluskóla ríkisins er á framhaldsskólastigi og þar eru fræðilegar rannsóknir sem fjalla um kynferðisbrot ekki til umfjöllunnar. Aukinn menntun lögreglumanna á þessu sviði gæti því stuðlað að betri verkhæfni og umbótum í rannsóknum kynferðisbrota. Það ætti ávallt að tryggja að í kynferðisbrotadeild starfi aðeins sérhæft og vel menntað lögreglufólk sem væri tryggð endurmenntun og kostur á aukinni sérhæfingu. Starfsfólk sem fengi bæði góðan grunn úr lögregluskólanámi sínu en ekki síður þjálfun og menntun þegar það hefur störf við rannsóknir kynferðisbrota. Þá er nauðsynlegt að viðhalda góðum anda meðal lögreglumanna sem starfa við þennan erfiða málaflokk. Embættin þurfa að vera vel á verði þegar lögreglumenn eru farnir að sýna merki „burn out“ og koma til móts við þá sem fyrst.SamvinnaLögreglan ætti að starfa í nánum samskiptum við grasrótarsamtök sem starfa í þágu brotaþola og gerenda. Aukin samvinna á þeim vettvangi getur haft mikið forvarnargildi og mögulega komið í veg fyrir síbrot gerenda. Slík samvinna tíðkast erlendis. Samvinnu á milli lögregluembætta væri mikilvæg þannig að hægt væri að draga lærdóm af þeim málum sem rannsökuð eru staðbundið og lögreglumenn sem starfa við málaflokkinn geti miðlað sín á milli góðri praktík. Þetta væri sérstaklega mikilvægt fyrir lögreglumenn sem starfa í smærri embættum og fá ekki mörg kynferðisbrotamál inn á borð til sín til rannsóknar. Þá þarf verulega að efla forvarnarhlutverk lögreglunnar þegar kemur að kynferðisbrotum enda er það nánast ekki til staðar í dag þrátt fyrir lögbundið hlutverk lögreglu á því sviði.Nútímalegri vinnubrögð og starfsumhverfiÞað væri mikilvægt að byrja notast við greiningartækni, tölfræði, mats- og áætlunargerð við rannsóknir í málaflokknum auk þess sem tölvukunnátta þarf að vera mikil. Í flóknu nútímasamfélagi dugar ekki til að byggja á innsæi og reynslu félaganna heldur verður þekkingin að byggjast á faglegri grunni. Þá þyrfti kynferðisbrotadeildin að vera fólki aðgengilegri til dæmis með heimasíðu þar sem allar upplýsingar er að finna fyrir bæði brotaþola og gerendur. Jafnframt afhenda brotaþolum bækling við fyrstu skýrslutöku/viðtal með helstu upplýsingum um rannsókn slíkra mála og mögulegan framgang þeirra í kerfinu. Með þessu, auk samvinnu við grasrótarsamtök, eykst tiltrú brotaþola til lögreglunnar og það verður auðveldara fyrir þá að stiga þau erfiðu skref að kæra kynferðisbrot. Hérlendis er brotaþolum ekki boðið upp á að velja hvort karlkyns eða kvenkyns lögreglumaður taki af þeim skýrslu þrátt fyrir að rannsóknir hafi ítrekað sýnt fram á það að flestir brotaþolar vilja hafa þetta val. Það væri framfaraspor að breyta þessu hérlendis. Þá er einnig verulegur skortur á lögreglumönnum sem fengið hafa þjálfun til að taka skýrslu af börnum og hefur engin lögreglukona hlotið slíka þjálfun.Sérfræðingar við hlið lögreglumanna.... ef engar breytingar verða á menntun?Að undanförnu hefur lögreglan í auknara mæli ráðið til sín sérfræðinga til starfa og þá þróun má glögglega sjá á embætti sérstaks saksóknara. Þar voru ráðnir inn viðskiptafræðingar og aðrir sem hafa aukna þekkingu á fjármálagjörningum umfram lögreglumenn sem litla slíka þjálfun fá í námi sínu. Ástæðan hlýtur að vera sú að lögreglumenntunin er ekki næganlegur þekkingagrunnur fyrir flókna fjármálagjörninga. Þrátt fyrir það að ég sé á móti slíkri þróun en með færslu lögreglumenntunar upp á háskólastig má velta því fyrir sér hvort ekki sé full ástæða til að ráða sérfræðinga til starfa við rannsóknir kynferðisbrota á meðan óvíst er með hvort menntun lögreglumanna verði aukin. Það er einlæg trú mín að lögreglan getur gert miklu betra starf í rannsóknum kynferðisbrota með því aðeins að hækka menntunarstaðall, auka þjálfun og endurmenntun. Jafnframt með því að setja málaflokkinn í forgang og færa starfsemina í nútímalegra horf. Á meðan lögreglumenn reiða sig á tilfinningu og reynslu reyndari félaga í stað góðrar grunnmenntunar/þjálfunar á sviðinu mun lítið breytast er varðar rannsóknir kynferðisbrota. Höf: Eyrún Eyþórsdóttir mann- og félagsfræðingur sem starfar við rannsóknir kynferðisbrota.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun