Forsætisráðherra tengir makríldeilu við ESB viðræður Heimir Már Pétursson skrifar 16. júlí 2013 15:46 Makríldeila Íslendinga við Evrópusambandið og Norðmenn hefur verið til mikillar umfjöllunar í Evrópu í tengslum við heimsókn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra til Brussel í dag. Mikill þrýstingur er á Mariu Daminaki sjávarútvegsstjóra sambandsins frá sjávarútvegsráðherrum þeirra ríkja ESB sem fiska makríl um að beita Íslendinga og Færeyinga refsiaðgerðum vegna ofveiði úr sameiginlegum stofni. Samningaviðræður um makríl hafa lítinn árangur borið undanfarin ár. En rök Íslenskra stjórnvalda fyrir auknum veiðum hér við land hafa verið að makrílinn gangi í vaxandi mæli inn í íslenska landhelgi vegna hlýnunar sjávar. Evrópusambandið og Norðmenn hafa lengst gengið í að bjóða Íslendingum og Færeyingum sameiginlega um 6 % af þeim heildarafla sem fiskifræðingar ríkjanna telja óhætt að veiða. Íslendingar hafa hins vegar viljað meira og í fyrra veiddu þeir um 16% af ráðlögðum heildarafla en hafa krafist allt að 20 prósenta samkvæmt heimildum fréttastofu. Færeyingar hafa aftur á móti ekki sett sér neinn kvóta, heldur veiða eins og þeir geta úr stofninum. Á síðasta ári veiddu Íslendingar um 150 þúsund tonn af 930 þúsund tonnum sem fiskifræðingar töldu óhætt að veiða.Sigmundur varar við refsiaðgerðum Sigmundur Davíð segir viðborf José Manuel Barroso mun uppbyggilegri en viðhorf Maríu Damanaki sjávarútvegsstjóra ESB sem hótar Íslendingum og Færeyingum refsiaðgerðum um næstu mánaðamót. Hún er hins vegar undir miklum þrýstingi t.d. frá Írum sem saka Íslendinga og Færeyinga um rányrkju. Sigmundur Davíð sagði á blaðamannafundi í Brussel í dag að hann teldi ólíklegt að ESB gripi til aðgerða sem hvorki stæðust samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) né reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.María Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB og Simon Coveney, sjávar- og landbúnaðarráðherra Írlands.mynd/afpÍ tíð fyrri ríkisstjórnar var það ítrekað af Össuri Skarphéðinssyni þáverandi utanríkisráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrverandi forsætisráðherra að makríldeilan snerti ekki aðildarviðræðurnar við ESB. Sigmundur Davíð setur þessi mál hins vegar í samhengi. Í samtali við fréttastofu segir forsætisráðherra að hann hafi greint forystumönnum ESB frá því að stjórnarflokkarnir væru sammála um að ekki yrði haldið áfram aðildarviðræðum nema til kæmi stuðningur meirihluta þjóðarinnar. „Svo er auðvitað spurning um önnur mál sem að ég ítrekaði að nauðsynlegt væri að leysa til að það ætti að geta talist raunhæft að menn litu svo á að Evrópusambandið væri að vinna með Íslandi,“ sagði forsætisráðherra. Þar ætti hann fyrst og fremst við makríldeiluna. Íslendingar væru reiðubúnir til viðræðna en þá yrði líka að fara eftir niðurstöðum vísindamanna í þeim viðræðum. Hvetja til refsiaðgerðaSimon Coveney sjávar- og landbúnaðarráðherra Írlands lýsti makrílveiðum Íslendinga sem brjálæði í Brussel í dag, sem myndu hafa mikil og neikvæð áhrif í Donegal hérað á Írlandi sem er mjög háð makrílveiðum. Hann segir ESB verða að sýna Íslendingum tennurnar og þvinga þá inn í kvótakerfi sambandsins og annarra ríkja. Pat Gallagher þingmaður á Írlandi hvetur sambandið til að refsa Íslendingum ekki bara með löndunarbanni á makríl heldur setja innflutningshömlur á fleiri fisktegundir frá Íslandi til ríkja sambandsins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ásamt Herman Von Rompuy.mynd/esbÞað eru einmitt refsiaðgerðir sem íslenskir ráðamenn hafa haldið fram að brytu í bága við EES samninginn og fleiri samninga og undir það hafa embættismenn innan Evrópusambandsins tekið. Það verður því fróðlegt að sjá hversu langt Daminaki ætlar að ganga í aðgerðum sínum gagnvart Íslandi. En ljóst er að þessi deila mun ekki greiða fyrir því að ríkisstjórn Íslands mildist í afstöðu sinni til frekari aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Enda sagði Sigmundur Davíð á fundum sínum með Barroso og Herman van Rompuy forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins í morgun að allar refsiaðgerðir af þessu tagi væru ekki líklegar til að stuðla að lausn makríldeilunnar. Þvert á móti myndu aðgerðir sem þessar gera lausn deilunnar enn þá erfiðari. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira
Makríldeila Íslendinga við Evrópusambandið og Norðmenn hefur verið til mikillar umfjöllunar í Evrópu í tengslum við heimsókn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra til Brussel í dag. Mikill þrýstingur er á Mariu Daminaki sjávarútvegsstjóra sambandsins frá sjávarútvegsráðherrum þeirra ríkja ESB sem fiska makríl um að beita Íslendinga og Færeyinga refsiaðgerðum vegna ofveiði úr sameiginlegum stofni. Samningaviðræður um makríl hafa lítinn árangur borið undanfarin ár. En rök Íslenskra stjórnvalda fyrir auknum veiðum hér við land hafa verið að makrílinn gangi í vaxandi mæli inn í íslenska landhelgi vegna hlýnunar sjávar. Evrópusambandið og Norðmenn hafa lengst gengið í að bjóða Íslendingum og Færeyingum sameiginlega um 6 % af þeim heildarafla sem fiskifræðingar ríkjanna telja óhætt að veiða. Íslendingar hafa hins vegar viljað meira og í fyrra veiddu þeir um 16% af ráðlögðum heildarafla en hafa krafist allt að 20 prósenta samkvæmt heimildum fréttastofu. Færeyingar hafa aftur á móti ekki sett sér neinn kvóta, heldur veiða eins og þeir geta úr stofninum. Á síðasta ári veiddu Íslendingar um 150 þúsund tonn af 930 þúsund tonnum sem fiskifræðingar töldu óhætt að veiða.Sigmundur varar við refsiaðgerðum Sigmundur Davíð segir viðborf José Manuel Barroso mun uppbyggilegri en viðhorf Maríu Damanaki sjávarútvegsstjóra ESB sem hótar Íslendingum og Færeyingum refsiaðgerðum um næstu mánaðamót. Hún er hins vegar undir miklum þrýstingi t.d. frá Írum sem saka Íslendinga og Færeyinga um rányrkju. Sigmundur Davíð sagði á blaðamannafundi í Brussel í dag að hann teldi ólíklegt að ESB gripi til aðgerða sem hvorki stæðust samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) né reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.María Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB og Simon Coveney, sjávar- og landbúnaðarráðherra Írlands.mynd/afpÍ tíð fyrri ríkisstjórnar var það ítrekað af Össuri Skarphéðinssyni þáverandi utanríkisráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrverandi forsætisráðherra að makríldeilan snerti ekki aðildarviðræðurnar við ESB. Sigmundur Davíð setur þessi mál hins vegar í samhengi. Í samtali við fréttastofu segir forsætisráðherra að hann hafi greint forystumönnum ESB frá því að stjórnarflokkarnir væru sammála um að ekki yrði haldið áfram aðildarviðræðum nema til kæmi stuðningur meirihluta þjóðarinnar. „Svo er auðvitað spurning um önnur mál sem að ég ítrekaði að nauðsynlegt væri að leysa til að það ætti að geta talist raunhæft að menn litu svo á að Evrópusambandið væri að vinna með Íslandi,“ sagði forsætisráðherra. Þar ætti hann fyrst og fremst við makríldeiluna. Íslendingar væru reiðubúnir til viðræðna en þá yrði líka að fara eftir niðurstöðum vísindamanna í þeim viðræðum. Hvetja til refsiaðgerðaSimon Coveney sjávar- og landbúnaðarráðherra Írlands lýsti makrílveiðum Íslendinga sem brjálæði í Brussel í dag, sem myndu hafa mikil og neikvæð áhrif í Donegal hérað á Írlandi sem er mjög háð makrílveiðum. Hann segir ESB verða að sýna Íslendingum tennurnar og þvinga þá inn í kvótakerfi sambandsins og annarra ríkja. Pat Gallagher þingmaður á Írlandi hvetur sambandið til að refsa Íslendingum ekki bara með löndunarbanni á makríl heldur setja innflutningshömlur á fleiri fisktegundir frá Íslandi til ríkja sambandsins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ásamt Herman Von Rompuy.mynd/esbÞað eru einmitt refsiaðgerðir sem íslenskir ráðamenn hafa haldið fram að brytu í bága við EES samninginn og fleiri samninga og undir það hafa embættismenn innan Evrópusambandsins tekið. Það verður því fróðlegt að sjá hversu langt Daminaki ætlar að ganga í aðgerðum sínum gagnvart Íslandi. En ljóst er að þessi deila mun ekki greiða fyrir því að ríkisstjórn Íslands mildist í afstöðu sinni til frekari aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Enda sagði Sigmundur Davíð á fundum sínum með Barroso og Herman van Rompuy forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins í morgun að allar refsiaðgerðir af þessu tagi væru ekki líklegar til að stuðla að lausn makríldeilunnar. Þvert á móti myndu aðgerðir sem þessar gera lausn deilunnar enn þá erfiðari.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira