Innlent

Ríkisstjórnin ráðalaus í samskiptum við umheiminn

Heimir Már Pétursson skrifar
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir á Facebooksíðu sinni að yfirlýsingar forsætisráðherra eftir fundi í Brussel í dag skilji eftir fleiri spurningar en svör. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra láti að því liggja að vel komi til greina að halda aðildarferlinu áfram, eftir umræður á Alþingi, og segi niðurstöðu makrílviðræðna geta skipt þar máli.

Af orðum hans megi ráða að ríkisstjórnin telji það skipta máli um hvort halda beri aðildarferlinu áfram eða ekki,  hvernig samningum um makríl miði. Ekkert sýni betur ráðleysi ríkisstjórnarinnar í samskiptum við umheiminn.

Árni Páll segir sjálfsagt mál að gera ríkar kröfur um hlutdeild í makrílstofninum og eðlilegt að setja þær viðræður í forgang nú og mæta ESB og Noregi af hörku. Það skipti hins vegar engu um mat Íslands á hvort hagsmunum þjóðarinnar sé betur borgið innan eða utan ESB hvort Íslendingar fái prósenti meira eða minna í makrílkvóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×