Lífið

Opinbera sambandið á ströndinni

Popparinn Adam Levine skellti sér til Mexíkó fyrir stuttu með fyrirsætunni Ninu Agdal og staðfestu þau þann háværa orðróm að þau væru par.

Adam og Nina sáust leika sér saman á ströndinni en talsverður aldursmunur er á parinu – hann er 34ra ára en hún 21 árs.

Popparinn og fyrirsætan.
Turtildúfurnar byrjuðu að hittast í vor en Adam hefur verið mjög hrifinn af fyrirsætum síðustu misseri. Hann deitaði Victoria’s Secret-engilinn Behati Prinsloo í fyrra og fyrir það var hann í alvarlegu sambandi með módelinu Anne Vyalitsyna.

Ekki er langt síðan Adam var í ástarsambandi með fyrirsætunni Anne V.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.